Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 45
IDUNN
Knut Hamsun.
123
foringinn, veiðimaður í skógunum — í Pan. Gesturinn í
sjávarþorpinu, hinn margþreytti ferðalangur Nagel — í
Mysterier. Reikunarmaðurinn, sem flýr borgina og menn-
ing hennar, og leitar einveru skóganna og samvista
við óbrotið fólk. Holmsen, aðalsmaður á örbjarga höf-
uðbóli — í Börn av Tiden og Segelfoss By. Munken
Vendt í samnefndri leikkviðu. — Auk margra fleiri
sem ekki þýðir að greina —.
Hver er hann þá þessi þúsundþjala smiður, þessi
Rígur Stígandi — hvað er það í fari hans, sem gerir
hann ógleymanlegan, ódauðlegan? Það er ef til vill eink-
um þrent —: Forsjálaus, barnsleg alúð og örlyndi. Djúp
náttúrukend|: alhuga lotning fyrir lífinu í allri fjölbreytni
sinni, jafnt í hátign þess og allra smæstu myndum. I
þriðja lagi og jafnframt hinu —: rótgróið ógeð og fyrir-
litning á allri tískumenning, öllu sem á skylt við félags-
hræsni og hreykna sjálfsönn. I rauninni eru þetta ögn
mismunandi myndir af sömu óslökkvandi þránni, þeirri
að öðlast þá hamingju, sem ein er nokkurs virði fyrir
hann —: Samstilling allra gróandi krafta: í sjálfum hon-
um; í samvistum hans við aðra: ástinni — í tilverunni
allri. Þessi samstilling er auðmjúk og þó himnum hafin
tilfinning þess, að vera órofin heild og þó þáttur af lífi
annars, alverunnar — heilaga stund, þegar maður er
sjálfur alt og þó ekkert. Lýsingar af slíkum hrifningar-
stundum má víða sjá í sögum Hamsuns. Auk heldur
hið útskúfaða skáld í fiungri lifir slík augnablik mitt í
neyð sinni og lægingu. En einna fegurstar eru slíkar
lýsingar í Pan —:
»Eg legst nær eldinum og horfi í logana. Greni-
köngull dettur af grein, sprek eru að hrynja við og við,
nóttin er eins og botnlaus hylur. Eg læt aftur augun.
Eftir klukkutíma finst mér eg vera að líða inn í