Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 46
124
Þorkell Jóhannesson:
IÐUNN
ákueðið hljóðfall, eg kemst undir með kyrðinni, tek undir.
Eg horfi á tunglið hálft, það er eins og hvít skel á
himninum og það vaknar hjá mér ást á því, eg finn að
eg roðna. Það er tunglið, segi eg hljótt og hrærður,
það er tunglið! Og hjarta mitt hverfur titrandi til þess.
Þetta stendur yfir fáeinar mínútur. Hann andar kalda,
annarlegur vindur kemur að mér, kynlegur loftþrýstingur.
Vindurinn kallar á mig og sál mín lýtur áfram og gegnir
kallinu, og eg finn, að eg er tekinn út úr tengslum,
þrýst að ósýnilegu brjósti, mér vöknar um augu, eg
titra — guð stendur einhversstaðar álengdar og horfir
á mig. Þetta stendur aftur yfir fáeinar mínútur —«.
(Pan, Rv. 1923, bls 162—3).
Og aftur —: »— Fyrsti dagurinn í skóginum.
Eg var glaður og máttfarinn, öll dýr komu á móti
mér og horfðu á mig, á lauftrjánum voru pöddur, og
járnsmiðir skriðu um veginn. Hittumst heilir, hugsaði eg.
Skógurinn gagntók mig, eg grét af ást og varð alls-
hugar feginn, hugurinn varð allur að einni þakkargerð.
Góði skógur, heimilið mitt, hér sé guð, á eg að skila
frá hjartanu í mér. . . . Eg staldra við, sný mér í allar
áttir og nefni grátandi fugla, tré, steina, gras og mýrar
með nafni, lít í kringum mig og nefni þau hvað eftir.
Eg horfi til fjalla og hugsa: já, nú kem eg! eins og eg
væri að svara kalli. Þarna urpu smyrlar hátt uppi, eg
vissi um hreiðrin þeirra. En hugur minn sentist um
langa vegu þegar mér komu í hug smyrlarnir á eggj-
um uppi.í fjöllunum.
Um miðjan daginn reri eg út á sjó, eg lenti á lítilli
eyju fyrir utan höfn. Þar voru fjólulit blóm á löngum
stöngli, sem náðu mér í hné, eg óð í undarlegum gróðri,
himberjarunnum, stórvöxnu melgresi; þar var ekkert
kvikt og óvíst að nokkur maður hafi heldur stigið þar