Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 47
IDUNN Knut Hamsun: 125 fæti sínum. Sjórinn féll löðrandi upp að eynni í hægð- um sínum og sveipaði mig dunum, úti við varphólmana, Iangt í burtu flugu og görguðu sjófuglar af öllu tægi. En hafið lukti um mig á alla vegu eins og faðmur. Blessað sé lífið og jörðin og himininn, blessaðir séu óvinir mínir, á þessari stundu get eg verið versta óvini mínum blíður og bundið skóþveng hans. . . . Ein af skútum Macks er að vinda upp segl, þar er sungið hátt og söngurinn berst til mín. Hljóðið kemur mér kunnuglega fyrir og hugurinn fyllist sólskini. Eg ræ að bryggjpnni og geng hjá verbúðunum heim á leið. Dagurinn er liðinn, eg . . held aftur út í skóg. Hægur andvari líður hljóðlega á móti mér, í andlitið. Vertu blessaður, segi eg við blæinn, af því þú kemur í and- litið á mér, vertu blessaður; blóðið beygir sig í æðum mínum í þakkargerð til þín« (Pan, bls. 115—16). Það eru slíkar stundir sem þessar, er hér var lýst, sem ákveða hina ströngu baráttu líísins fyrir sjálfu sér og gera hana a. m. k. þolanlega. Það eru hátíðastundir lífsins, strjálar að vísu og oftast stuttar. En reikunar- maðurinn, pílagrímur lífsins kynnist mörgu og verður auðugur að reynslu. Hann tekur því sem ber að hönd- um með auðmýkt og þökk —: lífið á líka sín smáu þægindi og gleðistundir! Fanginn á kerrunni, sem ekur honum til aftökustaðar, hefir sest ófyrirsynju á nagla, sem gengur upp úr sætisfjölinni. Hann mjakar sér ögn til og situr sér strax mikið hægar. . . . Reikunarmað- urinn brennur heldur ekki af gremju yfir því að öðrum veittist meira en honum. Hann hefir að vísu farið margs á mis, en líka notið margs, og alt stenst það víst nokk- urnveginn á. Markmið hans er að lifa —: en í lífinu á hann ekkert markmið: Tak for livet! Det var yndigt at leve! Það er því síst að undra, þó hann verði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.