Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 48
126
Þorkell Jóhannesson:
IDUNN
sífeld ráðgáta og undrunarefni þeim mönnum, er safna
sér réttlætis umfram aðra af verkum sínum, eftir bestu
samvisku, en hafa þó löngum alt aðra sögu að segja
um árangurinn af sínu stranga æfistarfi. Hann veit líka
af þessu. »Vi herrer neurenestikere«, segir hann í sorg-
blöndnum afsökunarróm, »vi er dárlige mennesker og
til nogenslags dyr duer vi heller ikke!«
Það er rétt eftir reikunarmanninum að láta sinn hlut
verri en efni eru raunar til. Ekkert er fjær skapi hans
en það, að halda sjálfum sér fram til jafns við aðra, á
þeirra kostnað: til þess er hann langt of næmur fyrir
kjörum þeirra, sem vanhluta fara og bágt eiga. Oham-
ingja annara tekur hann fastatökum svo hann gleymir
sínum eiginn hag, en sjálfur er hann vígður ógæfunni
til dauða, vegna þess að samúðin er of ríkur þáttur í
sálarlífi hans til þess að geta sett sér eðlileg og nauð-
synleg takmörk: Hver fær þurausið hafsjó harmanna
eða þaggað stun allrar skepnu? — Það er engin
hversdagsmannúð, sem knýr skáldið í Hungri til þess
að gefa öðrum sinn síðasta eyri þegar hann sjálfur er
þrotinn öllum vörnum, eða hneigir hug Nagels til fyrir-
litnustu fátæklinganna í sjávarþorpinu: Mínútunnar og
fröken Gude. Það er innborin nauðsyn sálar, sem í 'raun
og sannleika tekur á sig synd og sorg alls heimsins —
en kiknar að sjálfsögðu undir öllu saman. Þegar reik-
unarmaðurinn leitar einveru skóganna, þá er hann að
leita þreyttri sál sinni hins síðasta og eina athvarfs, er
veitir nokkuð fullkomna hvíld og fró. Og hér finnur
hann hamingju hrakningsæfi sinnar í innilegu samhorfi
við líf náttúrunnar. Hamingju — órofna af þjáningum og
skammsýni meðbræðra sinna, mannanna, og þó orpna
angurblæ dýrkeyptrar reynslu, brostinna vona —.
Ástalýsingar Hamsuns eru þessu náskyldar. Ástin milli