Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 52
130 Þorkell Jóhannesson: IÐUNN því efni. Eins og aðrir framgjarnir höfundar, er ætla sér sjálfum hinn hæsta hlut, hefir Hamsun kynt sér allar markverðar hugsanastefnur sinnar aldar og lært sitt hvað af því, en án þess þó að láta nokkra þeirra ganga sér of mjög í augu. Sjálfur of frumlegur, gæddur of ríku brjóstviti og reynsluþekking á lífinu, sem er auðugra öllum hugsunarstefnum og ekkert form rúmar, til þess að gerast málpípa einhverrar einstrengdrar heimspekiskoðunar. Listamaður fyrst og fremst — lif- andi sál fyrst og fremst —: Of mikill listamaður fyrir raunsæisstefnuna, of lifandi til þess að sökkva sér niður í rómantík eða formsdýrkun listarstefnunnar (artismans). Og er því raunar ekki svo farið um öll sönn mikilmenni í heimi andans. Hverskonar »isti« mundi Shakespeare vera eða Goethe, Browning eða Ibsen auk heldur, svo fá nöfn sé nefnd. Það er alls engin tilviljun, að »Til- gangs«skáldmentirnar eru fóstur ófrjóasta skoðunarhátts vestrænnar menningar á lífinu og sannindum þess: raunsæisstefnunnar — realismans. »Tendens« í þeirri veru er eins fjarlægur Hamsun og mest má vera. Lífið sjálft er hans heilaga fyrirmynd og óþrotlega viðfangs- efni. Og einmitt þetta seíur svip á bækur hans: frá- sagnarhátt, mál og stíl. Það er eftirtektavert um ýmsar bækur Hamsuns, að á þeim sér varla nokkuð, sem kalla megi handbragð eða snið, ekkert er sýni beyglur vegna baráttu við efni eða erfiðleika um form. Rit hans mega yfirleitt kallast frægt dæmi þess, hvernig skáld- verk vaxa — spretta eins og gróður moldarinnar. Þau eru lifandi heild um leið og þau eru þáttur annarar stærri heildar: lífsins sjálfs — eins og tréð er lifandi heild út af fyrir sig, og þó stendur það í moldinni djúp- um rótum og verður ekki greint frá henni —: ávöxtur og hluti hinnar miklu móður jarðarinnar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.