Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 52
130 Þorkell Jóhannesson: IÐUNN því efni. Eins og aðrir framgjarnir höfundar, er ætla sér sjálfum hinn hæsta hlut, hefir Hamsun kynt sér allar markverðar hugsanastefnur sinnar aldar og lært sitt hvað af því, en án þess þó að láta nokkra þeirra ganga sér of mjög í augu. Sjálfur of frumlegur, gæddur of ríku brjóstviti og reynsluþekking á lífinu, sem er auðugra öllum hugsunarstefnum og ekkert form rúmar, til þess að gerast málpípa einhverrar einstrengdrar heimspekiskoðunar. Listamaður fyrst og fremst — lif- andi sál fyrst og fremst —: Of mikill listamaður fyrir raunsæisstefnuna, of lifandi til þess að sökkva sér niður í rómantík eða formsdýrkun listarstefnunnar (artismans). Og er því raunar ekki svo farið um öll sönn mikilmenni í heimi andans. Hverskonar »isti« mundi Shakespeare vera eða Goethe, Browning eða Ibsen auk heldur, svo fá nöfn sé nefnd. Það er alls engin tilviljun, að »Til- gangs«skáldmentirnar eru fóstur ófrjóasta skoðunarhátts vestrænnar menningar á lífinu og sannindum þess: raunsæisstefnunnar — realismans. »Tendens« í þeirri veru er eins fjarlægur Hamsun og mest má vera. Lífið sjálft er hans heilaga fyrirmynd og óþrotlega viðfangs- efni. Og einmitt þetta seíur svip á bækur hans: frá- sagnarhátt, mál og stíl. Það er eftirtektavert um ýmsar bækur Hamsuns, að á þeim sér varla nokkuð, sem kalla megi handbragð eða snið, ekkert er sýni beyglur vegna baráttu við efni eða erfiðleika um form. Rit hans mega yfirleitt kallast frægt dæmi þess, hvernig skáld- verk vaxa — spretta eins og gróður moldarinnar. Þau eru lifandi heild um leið og þau eru þáttur annarar stærri heildar: lífsins sjálfs — eins og tréð er lifandi heild út af fyrir sig, og þó stendur það í moldinni djúp- um rótum og verður ekki greint frá henni —: ávöxtur og hluti hinnar miklu móður jarðarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.