Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 55
IÐUNN Ásgeir Magnússon: Heimsendir. 133 Vmislegt finst til vamar, en uppgötvunum jarðarbúa eru líka takmörk sett. Kuldinn magnast og ber að lok- um hærra hlut. Löng dauðans nótt bindur að síðustu enda á alt. Systur jarðar vorrar — reikistjörnurnar sjö — verða einnig kuldans og dauðans herfang. Sólin sjálf lifir lengst. Hún verður rauð og síðan dimmrauð. Sloknar hún því- næst og hylur sig hraunstorku. Verður þá ásýnd hennar úfin og svört. Djúpar hrukkur og fellingar myndast. Ellin tekur að rista hana rúnum sínum. Hitalát sólar rjenar þá óðum. Arrhenius telur að á biljón árum missi hún aðeins Viooo hluta hita síns, þegar hraunskurn er lagst yfir hana alla, og síðan minna og minna er skelin þyknar. Ofsahiti bíður þá bundinn í djúpum sólar og geymist þar um aldur og æfi. Reikistjörnurnar renna brautir sínar eftir sem áður og alt þetta mikla dauðraríki berst um geiminn. Sólin er þá að vísu sloknuð en eigi aldauða. Æfa- .lengi brunar hún um rúmið hlaðin ferlegustu sprengi- efnum og bíður þess er verða vill. Árekstur hnatta. Stjarnfræðingar þekkja fátt, sem ætla má að orki því, að heimur sá er vjer byggjum, deyi fyrir örlög fram. Tvívegis á liðinni öld hefir jörð vor gengið gegnum hala á halastjörnu og vissi enginn af því nema stjarnfræðingar af reikningum sínum. Sama var 1910, þegar Halleys halastjarna gekk um garð. Eng- inn fann neitt er þar að kom, enda eigi þess að vænta, því að flestallar spár um endalok veraldar byggjast á eintómum hindurvitnum. Árekstur hnatta getur þó hugs- ast. Hann er eitt af því fáa, sem hnöttum má að grandi verða. Berist sólin um geiminn endalausar aldaraðir, þá

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.