Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 56
134
Ásgeir Magnússon:
ÍÐUNN
hlýtur hún loks að renna á einhvern annan hnött. Mundi
þá eldur slöngvast um allan heim svo sem spáð er í
Gylfaginning.
Hugsum oss 2 járnbrautarlestir, báðar óstöðvandi, sem
renna hvor á móti annari, sömu sporin. Hugsum oss
einnig að báðar fari jafnhratt og að á milli þeirra, frá
A til B, sje tveggja stunda ferð.
Tvent er þá augljóst:
Fyrsta að árekstur verður eigi umflúinn.
Annað að sjá má fyrir hve langt hans er að bíða.
Líkur fyrir árekstri yrðu í þessu dæmi eins og 1 á
móti 0 og biðin 1 klukkustund.
Hugsum oss því næst að sporin sjeu tvenn en alt
annað eins, og að enginn viti hvor leiðin sje örugg, svo
að eingöngu ráði tilviljun blind. Þá verða áhöld um líkur
með og mót árekstri. Þær eru eins og 1 á móti 1.
Arekstur ætti að verða í annari hvorri ferð með nálægt
tveggja stunda millibili, væri tilraunin endurtekin við-
stöðulaust.
Loks má hugsa sjer flugvjelar. Fara þær um rúmið
og hafa 3 víðáttur á að hlaupa. Árekstrar verða þar
eigi líklegir, því »vegur er yfir, vegur er undir og vegur
er alla vega«. Eigi að síður eiga þeir sjer stað.
Líkur fyrir árekstrum hnatta geta reikningsmeistarar
fundið og eru þær afar/itlar.
Arrhenius telur að sólin með þeim hraða og þeirri
stærð, sem hún hefir nú, geti runnið á annan álíka
hnött einu sinni á 100000 biljón árum. Tala þessi finst
honum þó næsta há. Áætlar hann því næst að rúmið
geymi 100 sinnum fleiri dauðar sólir en lifandi. Færast
við það líkurnar ofan í 100 biljón ár millum árekstra. —
Áætlar hann í samræmi við þetta að sólin lýsi um Vioo