Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 64
142
Tryggvi Sveinbjörnsson:
Bandaríkjanna, varp ljómi sigursins nýjum og mikilfeng-
legum blæ á nafn hans. Bandaríkin gengu heil af víg-
vellinum og höfðu auk þess bundið samherja sína bönd-
um þakklætis — og skulda. Hinn ótvíræði sigur, sem
Bandaríkin unnu, lyfti Wilson um stund skör hærra en
forustumönnum hinna sigurvegaranna. Hann miklaðist
ekki, heldur ásetti sjer að láta allan heiminn, einnig þá,
sem halloka fóru, njóta góðs af sigri sínum. Nú skyldu
alheimssamtök stofnuð um það, að fyrrast styrjaldir og
efla andlega og efnalega samvinnu meðal þjóðanna. Allir,
bæði þeir, sem sjálfir höfðu borist á holskeflum stríðs-
ins, og eins hinir, sem aðeins höfðu hlustað á blóðdyn
þeirra í fjarska, litu fagnaðaraugum og eftirvæntingar
móti hinum komandi degi. Boðskapur Wilsons bar blæ
af aldagömlum draumi mannkynsins, drauminum um þús-
undáraríkið.
Engin von á að rætast að fullu. Hugsjón Wilsons
varð að lúta þessu lögmáli, og ef til vill má það til
sanns vegar færa, að áform hans að sumu leyti hafi
verið bygð á sandi og ekki verið reyst á hömrum reynsl-
unnar. A hinn bóginn ber þeim, er kalla Wilson skýja-
glóp, að gæta þess, að grípa þurfti til sjerstakra úrræða,
ef duga skyldi, og ennfremur er það eðlilegt, að jafn
háleit hugsjón og sú, að breyta bræðrastríði í bræðralag,
beri skynsemina ofurliði á einhverju sviði. I sjálfgleym-
ingi hins mikilfenglega áforms yfirsást Wilson, að menn-
irnir munu vera sjálfum sjer líkir, hver undur sem kunna
að verða á vegi þeirra. Enginn þorir að verða fyrstur
til að kasta skildi sínum og slíðra sverðið. í frumriti
Wilsons að sáttmála Alþjóðabandalagsins ætlaðist hann
til að spornað yrði við styrjöldum á þann veg, að allir
meðlimir bandalagsins undantekningarlaust ættu að hefj-
ast handa gegn friðrofum. Samtökin milli þjóðanna, Al-