Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 66
144 Tryggvi Sveinbjörnsson: fengu vilja sínum framgengt, m. a. að því er snertir ákvæðin um ótímabundin sæti í ráðinu. Hlutleysi voru menn ennfremur mjög ósammála um. Sumir hjeldu því fram, að hlutleysi kæmi eigi til greina. Þeir sem nytu góðs af bandalaginu ættu auðvitað að vera með í sam- tökum gegn þeim, er rjúfa kynni friðinn. Úrslitin urðu þau, að bein hernaðarskylda var ekki lögð mönnum á herðar, heldur að eins kvöð um að slíta hverskonar verslunar- og efnalegu sambandi við sáttmálabrjót. Vms lönd, t. d. Norðurlönd, gengu í bandalagið í þeirri von, að losna við samtakaskylduna (Sviss fjekk svona undan- þágu, af því þar búa þrjár þjóðir, Þjóðverjar, Frakkar og Italir). Þegar á fyrsta fundi Alþjóðabandalagsins báru fulltrúar Norðurlanda upp þá tillögu, að ráðinu væri heimilt að veita einstöku miðlimum leyfi til að halda sambandi við friðrofa, þó með þeim skildaga, er ráðið kynni að setja. Tillagan var ekki samþykt í það sinn. Millifundanefnd var sett, og á komandi fundi voru þessar og ýmsar aðrar breytingar á 16. grein sáttmál- ans samþyktar í þeirri gerð, sem fulltrúar nefndra landa höfðu farið fram á, en breytingar þessar hafa ekki fengið fullgildingu (Ratification) enn þá. Vfir höfuð að tala eru ákvæðin um samtakaskylduna óljós. Meðlimir Alþjóðabandalagsins hafa enn þá ekki getað orðið ásáttir um það, hvernig beri að skilja þau. 16. grein sáttmálans fjallar um þetta atriði, og er svohljóðandi: »Nú grípur einhver meðlimur bandalagsins til vopna, og hefir hann þá gerst sekur um friðrof gegn öllum meðlimunum. Þegar svo er ástatt, ber öllum meðlimum að rjúfa öll verslunar- og fjárhagssambönd við sáttmálabrjót, og yfir- leitt slíta hverskonar skiftum við hann. Þegar um frið- rofa er að ræða, ber ráðinu að gera ríkjunum tillögur um hve mikinn herafla hverjum meðlimi fyrir sig beri

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.