Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 68
146 Tryggvi Sveinbjörnsson: ÍÐUNN (friðarsamningarnir í Trianon) og gekk því í gildi sam- tímis friðarsamningunum þann 10. janúar 1920. Meðlimir. í lokabókun sáttmálans eru Bandamenn og samherjar þeirra taldir fyrstu meðlimir Alþjóðabanda- lagsins. í lokabókuninni er mælt svo fyrir, að ríki þau, sem hlutlaus voru, skyldu sækja um upptöku. Flest hlutlausu ríkjanna sóttu um þetta og gerðust þegar í upphafi meðlimir; síðan hafa fleiri bæst við. Meðlima- talan er nú sem stendur 53 eða 54. Meðlimir geta öll sjálfstæð ríki orðið, sem gefa fullnægjandi tryggingu fyrir því, að vilji þeirra til að hlýða boðum sáttmálans sje einlægur, og ef 2/3 atkvæða á ársþingi eru upptök- unni fylgjandi. Meðlimir geta sagt sig úr bandalaginu með 2 ára fyrirvara. Sáttmálabrjótum má víkja á brott. Alþjóðabandalagið skiftist í þessar 3 aðaldeildir: Árs- þingið, ráðið og hina sístarfandi skrifstofu. Þá koma 2 stærstu undirdeildirnar, hinn sístarfandi alþjóðadóm- stóll og alþjóðaverkamálaskrifstofan. Auk þess eru ýmsar »tekniskar« undirdeildir, sem síðar verður getið um. í sáttmálanum eru engin föst ákvæði um verkahring ráðsins og ársþingsins hvors fyrir sig. Hvert mál má leggja fyrir á hvorum stöðunum sem er. Ársþingið sitja fulltrúar þeirra ríkja, sem eru með- limir Alþjóðabandalagsins. Ársþingið kemur saman í sept- ember mánuði ár hvert. Þingtímanum má þó breyta. Aukafundi má og halda þegar svo ber undir. Hvert ríki hefir aðeins eitt atkvæði. Fulltrúar ríkjanna á árs- þinginu hafa oftast varafulltrúa og sjerfræðinga sjer til aðstoðar. Starf ársþingsins felst aðallega í þessu: það kýs þá meðlimi ráðsins, sem ekki eiga ótímabundið sæti í því. Það kýs ásamt ráðinu dómara í dómstólinn. Það hefir eftirlit með fjárhag bandalagsins og eftirlit með störfum hinnar sístarfandi skrifstofu, og tekur til

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.