Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 69
IÐUNN Alþjóðabandalagið. 147 meðferðar mál þau, sem liggja fyrir. Ársþingið hefst hvert sinn með umræðum um starfsskýrslur ráðsins, og um starfsskýrslur hinnar sístarfandi skrifstofu yfir það, sem gerst hefir á fundum ráðsins og á skrifstofunni liðna árið. Þegar þessum umræðum er lokið, skiftir árs- þingið málum þeim, sem á dagsskrá eru í það sinn, milli ýmsra fastra nefnda, sem fara með peningamál, samgöngumál, heilbrigðismál, mentamál, afvopnun o. fl. Ráðið. í fyrstu var ætlast til að 5 stórveldi skyldu eiga ótímabundin sæti í ráðinu: England, Frakkland, Ítalía, Japan og Bandaríkin, en 4 önnur ríki ættu sæti í því til skiftis. Þar sem nú Bandaríkin ekki gengu í Alþjóðabandalagið, varð tala fastra meðlima aðeins 4, en tala þeirra meðlima, er eiga sæti í ráðinu til skiftis, var hækkuð upp í 6 árið 1922. Það hefir verið fundið talsvert að skipun ráðsins og einkum að því, að áður- nefnd stórveldi skuli hafa föst sæti án þess að því verði breytt. Eins hefir verið fundið að því, að ríkjunum hafi ekki verið gefið tækifæri til að skiftast á um þau 6 sæti, sem ekki eru fast ákveðin. Þegar nú Þýskaland gengur í bandalagið, verður tala fastra meðlima 5, en gangi t. d. Bandaríkin og Rússland einnig í það, munu þessi ríki krefjast fastra sæta í ráðinu, og búast má við að mörg ríki krefjist þess, að tala þeirra meðlima, er skifta eiga tímabundnum sætum milli sín, verði aukin að sama skapi. Eins og kunnugt er, átti Þýskaland að ganga í bandalagið fyrir skömmu síðan, en úr þessu varð ekki vegna mótspyrnu Brasiliu, sem krafðist tíma- bundins sætis í ráðinu. Ráðið heldur með sjer fundi þegar ástæða þykir til og eitthvert mikilsvarðandi mál ber að höndum, enda of umsvifamikið að samankalla alla meðlimina nema einu sinni á ári.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.