Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 71
ÍÐUNN
Alþjóðabandalagið.
149
Verkamálaskrifstofan. Skrifstofa þessi hefir sjer-
stöðu innan bandalagsins. Alþjóðabandalagið hefir engin
áhrif á fyrirkomulag þessarar stofnunar, og skiftir sjer
ekki af hvað hún tekur sjer fyrir hendur. Hún stendur
þó í tvennum skilningi í sambandi við Alþjóðabandalagið:
Hvert ríki, sem er eða gerist meðlimur þess, verður af
sjálfu sjer meðlimur verkamálaskrifstofunnar, og banda-
lagið annast fjárhag hennar. Kostnaðurinn við starfrækslu
hennar er því sem næst J/3 af öllum kostnaði við banda-
lagið. Um verkamálaskrifstofuna má segja það sama og
um ýmsar deildir og skrifstofur innan vjebanda Al-
þjóðabandalagsins, að þær eru eldri en bandalagið sjálft,
þótt þær væru með öðru sniði fyr meir. Nálægt 1880
spurðist Sviss fyrir hjá ýmsum ríkjum, hvort ekki mundi
tímabært að koma á samvinnu milli ríkjanna í verka-
málalöggjöf. Tilgangur svissnesku stjórnarinnar var sá, að
kalla skyldi saman alþjóðafund um þetta mál. Vilhjálmur
Þýzkalandskeisari kvaddi svo að óvörum til svona fund-
ar árið 1890, án þess að hafa ráðgast um það við aðra.
A fundi þessum gerðist ekkert markvert. Næsta sporið í
áttina var skrifstofa, sem komið var á fót í Basel og
sem starfaði að umbótum á verkamálalöggjöf. Skrifstof-
an var miðstöð þesskonar tilrauna alt þangað til styrj-
öldin byrjaði. Stríðið ruddi um koll öllum reglum, sem
settar höfðu verið um verkamál. t>egar semja átti frið-
inn, gerðu verkamannafjelög í ýmsum löndum þá kröfu,
að friðurinn skyldi ekki eingöngu tryggja þeim rjettindi
þeirra aftur, heldur og einnig, að alþjóðasamtök skyldu
2erð um endurskoðun og endurbætur þeirra kjara, sem
verkamenn til þessa tíma höfðu átt við að búa. Á frið-
arfundinum settu ríkin sjerstaka nefnd til að íhuga þetta.
Formaður nefndarinnar var hinn þekti foringi amerísku
verkamannafélaganna, Samue! Compers, sem nú er dá-