Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 75
IÐUNN
Alþjóðaoandalagið.
153
friðarsamningunum, fái íullt sjálfstæði, þegar þau hafa
náð þeim þroska, er nægilegur þykir. Umboðsvaldið er
því tímabundin aðstoð en engin undirokun, og þeir,
sem með völdin fara, mega ekki nota þau sér til hags-
muna. Þvert á móii er umboðsvaldið kostnaðarsamt mjög.
Fjármál. Glæsilegasti sigurinn, sem Alþbl. hefir
unnið á sviði fjármála, er viðreisn Austurríkis. Friðar-
samningarnir tóku ómjúkt á þessu ríki, og af því leiddi,
að það komst í sárustu örbyrgð eftir styrjöldina, enda
sást brátt, hver örlög biðu þess, ef ekki væri hlaupið
undir bagga með því. Lán var tekið á lán ofan, svo að
segja alt var selt eða sett að veði, sem nokkurt verð-
mæti hafði, en alt kom fyrir ekki. A árunum 1919—1922
hurfu 2 miljarðar gullkróna í hyl vaxandi skulda. At-
vinnuleysi, sultur og hverskonar neyð gerði þjóðina
örvílnaða og þróttlausa. Ríkið virtist dæmt til dauða
og glötunar. A síðustu stundu kom bjargvætturinn, Al-
þjóðabandalagið. Það gekst fyrir nýju alþjóðaláni. Meira
var boðið en beðið var urn — þefta traust báru menn
til bandalagsins. Á árunum 1922—1924 var Austurríki
komið á laggirnar með aðstoð nýja lánsins, 650 mil-
jónir gullkróna, undir eftirliti bandalagsins og samkvæmt
skipulagi, er það setti. Austurríki virðist nú nokkurn-
veginn borgið. Framleiðslan er komin í fremur gott
horf og gjaldmiðill tryggur.
Ungverjaland hefir Alþjóðabandalagið stutt á líkan
hátt og Austurríki, og ennfremur hefir það komið lagi á
fjármál Albaníu.
Sættir, sem komið hefir verið á. Dómstóll
Alþbl. hefir skorið úr 11 málum er vísað hefir verið til
hans. Öll voru málin flókin og eigi verður í fljótu
bragði sjeð, hvernig þeim hefði orðið til lykta leitt án
dómstólsins. 2 dæmi skulu nefnd. Hið fyrra snertir eitt