Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 76
154 Tryggvi Sveinbjörnsson: IÐUNN af hinum svokölluðu »innanríkismálum« Alþbl. skiftir sjer ekki af einkamálum meðlimanna, því þá væri höggið of nærri sjálfstæði ríkjanna, en þetta er einmitt ein af veikustu hliðum Alþjóðabandalagsins. Innanríkismál geta verið þess eðlis, að þau skerði lífshagsmuni annars ríkis, t. d. innflytjendabannið í Ameríku gagnvart ]apön- um. Fyrra dæmið er þetta: Frakkneska stjórnin og inn- lendir fursíar í Marokkó og Tunis, sem standa undir vernd Frakka, gáfu út lög árið 1921 um frakkneskan ríkisborgararjett til handa þarbúandi mönnum frá Malta, en menn þessir voru samkvæmt breskum lögum, þegnar Bretlands hins mikla. Bretar undu þessu illa, og þá er menn þessir voru teknir í frakkneska herþjónustu, harðn- aði rimman svo að til vandræða horfði. Bretar vildu skjóta málinu til dómstólsins, Frakkar færðust undan í flæmingi, og báru því við, að þetta væri frakkneskt innanríkismálefni. Bretar snjeru sjer til ráðsins, sem kom því til leiðar, að málinu var skotið til dómstólsins. Dóm- urinn var Bretum í vil. Síðara dæmið snertir skilning á einu atriði í Versalafriðinum. Þjóðverjar neituðu bresku skipi leið um Kielarskurðinn; skipið var hlaðið skotfærum, er voru eign frakknesks fjelags og seljast átfu Póllandi. Þjóðverjar báru við hlutleysislöggjöf sinni. Skipið varð að fara aðra leið. Nú stendur í friðarsamn- ingunum, að öllum skipum, hvort heidur eru verslunar- eða herskip, skuli heimiluð frjáls ferð um Kielarskurðinn á friðartímum. Aðilar skutu málinu til úrskurðar dóm- stólsins, er dæmdi tiltæki Þjóðverja órjettmætt, og gerði þeim að greiða frakkneska fjelaginu, sem farminn átti, 140 þús. franka í skaðabætur. Sættir, sem ráðið er sjerstaklega við riðið. Meðlimir geta bent ráðinu á þau afriði, er líklegt þykir að ófriði geti valdið, án þess að sá, er vekur máls á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.