Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 80
158 Tryggvi Sveinbjörnsson: IÐUNN á Norðurlöndum, Hollandi, Spáni og Ítalíu. Menn báru tvent fyrir sig: Það væri ekki bent nógu greinileg| á, hvernig úrskurða skyldi, hver væri friðrofi, ef styrjöld brytist út, og í frumvarpinu var meðlimum leyft að gera samninga sín á milli, er þóttu of líkir gömlu herbanda- lögunum, sem voru svo algeng fyrir styrjöldina miklu. Frumvarpið var ekki samþykt, en grundvallarhugsjón þess var þó samt sem áður rjetta leiðin. Áður en það kom fram voru menn vanir að segja: Ekkert öryggi án afvopnunar. Eftir að frumvarpið birtist var farið aðsegja: Engin afvopnun án öryggis. Þegar 5. ársþing byrjaði í september 1924, var nýtt atriði komið til sögunnar. Á Lundúnafundinum um sumarið um skaðabótagreiðslurnar þýsku (Dawessamþyktin), komu Frakkar því til leiðar, að ágreiningi innan skaðabótanefndarinnar skyldi skotið til gerðardóms. Menn gerðu sjer vonir um að 5. ársþingið myndi fyrir alvöru ryðja gerðardómshugmyndinni braut. Mác Donald og Herriot voru aðalmennirnir á þingi þessu, og þá var samin hin alkunna Genfsamþykt um öryggi, afvopnun og gerðardóm. Hjer vinst ekki rúm til að gera grein fyrir þessari merkilegu en alt of bjartsýnu fundar- samþykt. Aðaltilgangur hennar var að binda meðlimina fastari böndum um samtök í styrjöld. Það voru Bretar sem að síðustu komu Genfsamþyktinni fyrir kattarnef, mestmegnis vegna afstöðu ríkishlutanna handan við höfin, er þótti nóg um samtakaskylduna, og heima fyrir í Bret- landi fanst mörgum fetað um skör fram, t. d. átti banda- lagsráðið að geta skipað breska flotanum fyrir um ferðir hans ef til styrjaldar kæmi. Genffundurinn 1924 gerði ráð fyrir, að saman yrði kallaður allsherjar afvopnunar- fundur árið eftir. Úr þessu varð ekki, og það fór að verða hljótt um afvopnunarmálið. Frakkar hjeldu stöðugt lífi í öryggiskröfunni, og svo gerðist sá merkisatburður í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.