Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 85
IÐUNN Ritsjá. Einar Olgeirsson: Rousseau. Akureyri. Bókav. Þorst. M.. ]ónssonar. Bók þessi er sú fyrsta, sem á prenti birtist í fyrirhuguðum fræðibókabálki. Nefna útgefendurnir bálkinn allan „Lýðmentun". A að skifta honum í deildir, og heitir ein þeirra Brautryðjenda- sögur, og er þessi bók sú fyrsta í þeirri deild. Hefir stundum áður verið byrjað á útgáfufyrirtækjum, sem þessu líkjast, en ekki orðið verulegt úr. Væri óskandi að nú héldi áfram, því að vissu- lega væri gaman og gagn að því að fá vel ritaðar bækur um hitt og þetta, sem öllum almenningi væri fróðleikur í. Bók þessi er að minsta kosti með þrennum hætti fyrsta bók. Hún er fyrsta bók í þessum fræðibókabálki. eins og áður er sagt. Hún er fyrsta bók á íslensku um Rousseau og hún mun vera fyrsta bók höfundarins. Ætti því á allan hátt að vera nýjabragð að henni. Ekki verður annað sagt en mjög svo myndarlega sé af stað farið. Eg er að vísu ekki svo kunnugur Rousseau, að eg geti að því leyti efnislega dæmt um bókina, en hún er prýðilega rituð, einföld, fjörug og talsvert djarfleg frásögn. Lýst bæði æfi sjálfrar höfuðpersónunnar, aldaranda og stefnu og gerðum Rousseaus. Mjög virðist og höfundurinn gæddur þeim góða sögumeistarahæfi- leika, að draga sjálfan sig í hlé, en láta atburði og sögupersónur njóta sín, án þess að skjóta undan, bæta inn í eða fella sleggju- dóma. Má vænta sér hins besta af honum sem rithöfundi ef hann heldur svo áfram. * Frágangur á bókinni er góður. Tvær myndir af sögupersónunni, önnur á kápu, en hin á blaði framan við bókina. En æskilegt hefði verið og líklega fult svo heppilegt fyrirtækinu, að hafa bók- ina í laglegu bandi, og marka með því þessum bálki sérstöðu — með sérstökum einkennisbúningi. M. 7-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.