Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Blaðsíða 57
IÐUNN
Stofnenskan.
343
unum, seni ilátin voru á, og alt var í góðum klæðnaði.
Konupjóðstiórinn var á kvenkyns tiesti með gullháriö á
efri framparti höfuðsins. Hann var með hálshári úr gulli,
og var litur hans silfurhvítur, og var maður látinn fara til
suðurparts jarðarinnar til að láta hann koina. En maðurinn,
sem var giftur henni, var á rauðum, fljótum liesti, hvers
eigandi hann er sjálfur. „Láttu hlutinn til mín, góði, sem
hesti eru gefin högg með,“ sagði konuþjóðstjórinn, og mað-
urinn, sem var giftur henni, lét höfuðið niður og lét hlut-
inn, sem hesti eru gefin högg með, til hennar. Hann var
úr gulli, með silfurpípum utan um og kringlóttum enda
úr hvítu gulli. Og svo var gerð byrjun á ferðinni.
Um þessa þýðingu okkar sagði reyndar gáfaður bóndi
úr Pingeyjarsýslu, sem heyi’ði nxig lesa hana upp:
„Þetta er svo bragðlaust helvíti, að pað er ekki hlus.t-
andi á pað. Ég get ekki einu sinni hlegið að því.“ En
pið skuluð samt ekki láta pað fæla ykkur frá að gera
tilraunina. Ef til vill tekst ykkur betur en okkur.
Ég verð pó að játa hreinskilnislega, að mér fimst, að
j)að purfi að minsta kosti töluvert „sympatisk Forstaa-
else“ til pess að gleymia að fara í nœrbuxurnar sínar á
morgnana af hrifningu yfir svona uppfinningu.
Þórbergur Þórdftrson.