Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 9

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 9
Kirkjuritið. HINN ALMENNI KIRKJUFUNDUR. IT A kirkjufundinum síðastliðið ár höfðu þessir , , . menn verið kosnir i undirbúningsnefnd undir buningur. nœsta almenna kirkjufund: Asmundur Guðmundsson prófessor, Reykjavík, séra Friðrik Rafnar, Akureyri, Gísli Sveinsson sýslumaður, Vík, Ólafur B. Björnsson kirkjuráðsmaður, Akranesi, Sigurbjörn .4. Gíslason ritstjóri, Reykjavik, séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur, Isafirði, Valdimar Snævarr skólastjóri, Neskaupstað. Formaður nefndarinnar var kosinn Gísli Sveinsson, en ritari Ásmundur Guðmundsson. Nefndarmennirnir störfuðu í samráði við stjórn Prestafélags íslands. Þeir héldu allmarga fundi, rituðu bréf til presta, sókn- arnefnda, Hallgrimsnefnda og safnaðarfulltrúa um land alt, sömdu við skipafjelög og bifreiðastöðvar um afslátt á fargjöld- um, sáu um gististaði handa fulltrúunum, er þess óskuðu, og önnuðust yfirleitt allan undirbúning undir fundinn. Var það mikið starf, en stórum léttara fyrir það, hversu fljótt og vel allir brugðust við, sem til var leitað um aðstoð. Þegar nokkuð tók að líða að fundarhöldum, varð það ljóst, að fundarsóknin myndi verða mikil, því að daglega bárust undirbúningsnefndinni tilkynning- ar um þátttöku. Þeir, sem lengst áttu að, urðu að sæta óhent- ugum skipaferðum og koma viku fyrir fundinn. Dró það, sem vonlegt var, mjög úr fundarsókn Austfirðinga, en sumir þeirra settu þó ekki fyrir sig þriggja vikna ferðalag. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um framúrskarandi áhuga, þótt þau verði ekki talin hér. Alls sóttu fundinn (il prestvígðir menn og 130 fulltrúar leikmanna víðsvegar af landinu, svo að slíkur fundur mun aldrei áður hafa verið haldinn með þjóðinni. Hlýðir því vel, að Kirkju- ritið geymi nöfn þeirra allra. Fundarsókn. 17

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.