Kirkjuritið - 01.07.1935, Qupperneq 16
264
Hinn almenni kirkjufundur.
Kirkjuritið.
altaf átt lærisveina, er elskuðu hann svo heitt, að þeir fórnuðu
Jífi sinu og starfi fyrir hann, við að útbreiða ríki hans meðal
mannanna. Margir af þessum lærisveinum verða ódauðlegir.
en nöfn enn fleiri eru gleymd og horfin i haf tímanna. Nú á
dögum eru lærisveinar hans víðsvegar um heiminn að vinna að
því, að boðskapur hans verði máttugri þáttur í lífi þeirrar kyn-
slóðar, er nú byggir jörðina. Þeir eru í hverju einasta landi, í
hverri sveit og borg, í myrkri og kulda norðursins og í sólskini
og yndislegri fergurð miðjarðarlandanna. Alstaðar eru þeir á ferð
boðberar hans, sem er líf og ljós mannanna, hins krossfesta og
upprisna frelsara. Og hvar sem tekið er á móti boðskap hans
í einlægu trausti og trú er eins og birti yfir lífinu. Kærleikur og
lífsgleði setjast að völdum, en harðúð og ótti vikja, eins og
myrkur fyrir hækkandi sól.
Það sem felst á bak við þetta starf, sem nú nær yfir allan
heim, er auðvitað sú trú, að ekkert geti frelsað mennina úr
þeim viðjum margvíslegra myrkravalda, sem þeir eru feldir í,
nema Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans. Allir, sem nú á dög-
um vilja vinna að vexti kristindómsins í lífi þjóðar sinnar, verða
að hafa þá fullkomnu vissu, að einasta eina leiðin til guðsrikis
hér á jörðu og annars heims sé sú, sem Jesús boðaði og gekk
sjálfur. Hvaða leið getur önnur verið til? Jú, vitanlega hafa ver-
iS boðaðar hinar margvíslegustu leiðir, sem mennirnir geti farið
eftir og eignast frið, farsæld og fullkomna lífsgleði. Margir hafa
reynt þessar leiðir, en oftast orðið fyrir vonbrigðum og þeim svo
sárum, að þeir hafa aldrei beðið þess bætur.
En fyrir 1900 árum kom Jesús frá Nazaret sem var ljómi
Guðs dýrðar og ímynd hans veru, og boðaði fagnaðarerindi.
I því flutti hann alt aðra lífsskoðun en menn höfðu gert sér
hugmynd um. Aðalefni boðskapar hans var þetta: Guð er til,
hann er lierra himins og jarðar og hefir sett öll þau lögrnál,
er aldrei breytast. Og mennirnir eru börnin hans, sem honum
þykir innilega vænt um, já, hann elskar þá svo heitt, að hann
„gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir glatist
ekki heldur hafi eilíft líf“. En vilji og eðli Guðs er kærleikur.
því á lika lögmálið í lífi mannanna að vera kærleikur. „Alt sem
þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þjer þeim gjöra.
Elskið óvini yðar, blessið þá sem yður bölva og gjörið þeim
gott, er hata yður og ofsækja“. Og hann sagði líka í gleðiboðskap
sínum: Mannlífið er aldrei tilgangslaust. Því hefir verið sett á-
kveðið markmið. Alt, hið smávægilegasta sem hið stærsta, er
við ber á mannsæfinni hér á jörð, á að miða að því að fegra lífið,
göfga það og lyfta því á æðra stig fullkomnunarinnar. — Og