Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 21

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 21
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 269 sýna það m. a. þær sterku hreyfingar, er á síðkastið hafa gengið yfir með ýmsum þjóðum og færast ávalt í aukana. Síðan heimsófriðnum lauk, hefir öflug vakning gripið fjölda manns, sem ótrauðir vilja vinna fyrir málefni kristinnar kirkju. Og þetta má einnig marka af andúð þeirri, sem gripið hefir um sig á síðasta hálfum öðrum áratug hjá ýmsum þeim, er brjóta vilja niður gömul vígi, andúð gegn boðskap kristninnar, og árásum á þjóna hennar; enginn gerir sér mikið far ura.það, sem hann telur lítils vert. II. Menn getur greint á í kirkjumálum og um tilhögun þeirra. En kirkjur vilja allir trúaðir menn hafa, er fullnægjandi séu til guðsdýrkunar. Og kristnir menn elska að vonum kirkjur sínar; þeir vilja ekki missa þær, heldur ávalt endurbæta þær og fuli- komna. Hin eðlilega þróun er þar sjálfsögð, en engin gerbylt- ing, livort sem er í sameiningu eða aðskilnaði. Og þróunin er þessi: Eftir ýmsu viðhorfi trúmálanna gera menn meiri eða minni kröfur til kirkna og presta, en vilja undir öllum kring- umstæðum halda i hvorttveggja að vissu marki; kirkjur verð^ að vera svo þétt settar, að alinenningur eigi sæmilega auðvell um að sækja þær, og prestar það margir, að þeir komist yfir embættisverk og sálusorgun á þann veg, að hvert einasta manns- barn geti haft þeirra full not. Aðstaðan getur breyzt með bætt- um samgöngum t. d., sem i heildinni á að verða til þess, að fólkið eigi þeim mun hægra með að ná til kirkju og á fund prests, eða hann til þess, sem er það sama; en það má aldrei verða til hins, að þessum aðiljum sé gert erfiðara fyrir en áður var. Því að tilgangurinn á ætið að vera: Að auka trúræknina með þjóðinni og áhugann fyrir trúmáluin í landinu. Ýmsir fullyrða nú reyndar, að útvarpið með útvarpsguðs- þjónusturnar geti að einhverju eða jafnvel miklu leyti komið i stað kirkna og presta. En þetta er ekki á réttum rökum bygt. Útvarpsmessur eru góðar, það sem þær ná, en markmið þeirra getur ekki verið það að gera prestana óþarfa úti um héruð landsins; þeir hafa sitt hlutverk og áríðandi starf eins fyrir þetta. Útvarpið á að aðstoða prestana og efla kirkjusóknina, með því að koma trúræknisiðkunum viðar út á meðal fjöldans en annars myndi kostur — og þetta hefir þegar tekist að nokkiu; en í stað hinna reglulegu guðsþjónustna geta útvarpaðar messur ekki komið. III. Skipun prestakalla hefir hér á landi hlitl ævagömlu fyrir-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.