Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 27

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 27
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 275 söfnuðir látnir ná yfir stærri svæði. Er þar talið, að þjónusta sé nú orðin svo greið, vegna bættra samgangna, að ekkert sé sambæri- legt við það, sem verið hafi, og auk þess sé útvarpið komið í þjónustu kirkjunnar og geti stórlega bætt úr messuvandræðum. Ekki skal því neitað, að sumstaðar eru það breyttar aðstæður frá því sem var, að hægt er að þjóna stærri landssvæðum nú en áður, en þó er það næsta lítilsvert atriði, þegar að er gáð. Stækkun prestakalla getur ekki annað en haft þá afleiðingu, þar sem söfnuðum fjölgar frá því sem nú er, að messum fækkar á hverri kirkju. Nú er víst um það, og mun sú vera reynsla allra presta í landinu, að ekkert er eins niðurdrepandi fyrir kirkju- sókn og andlegt líf eins og fáar messur. Sú mun almenn reynsla, að betur er alstaðar sótt kirkja, þar sem messað er annaðhvort annan hvorn eða þriðja hvern sunnudag, heldur en þar sem messa ber fimta hvern eða sjötta hvern sunnudag. Þá má svara því, að hægurinn sé hjá fyrir presta, að messa altaf tvisvar á dag. Það er að nokkru leyti satt. Yfirleitt gerum við prestar hér á landi of litið að því, að flytja messur, sem kallað er. En það er ekki alstaðar hægt um vik með það. Fyrst og fremst er það, að svo langur vegur er víðast á milli kirkna, að ekki er kostur að flytja messur, nema fara í bifreið á milli, og i annan stað eiga safnaðarmenn oft erindi við prest, er hann kemur á annexíu, svo að hann á erfitt ineð að hlaupa strax i burtu að afloknu embætti, og ekki er það fátítt, að gripa tækifærið, þegar prestur kemur í sóknina, að fá hann þá til aukaverka, barnsskírna o. a. Og ekki mun það óvenjulegt, liegar prestur kemur í útsókn, þar sem hann ekki kemur nema einu sinni í mánuði eða ef til vill sjaldnar, að hann noti þá ferðina til þess að heimsækja safnaðarmenn sína og til kynn- ingar. Þannig er ýmislegt, sem sýnir, að ekki er altaf hægt um vik að messa tvisvar hvern sunnudag, auk þess sem slíkt er alls.ekki hægt, nema um þann tíma ársins, sem dag- ur er lengstur og vegir beztir. En prestakallafrv. gerir ráð fyrir alt að 9 sóknum í prestakalli. Ef því messa fellur niður af einhverjum áslæðum, má gera ráð fyrir, að 18 vikur verði milíi messugerða. Geta allir hugsað sér, hve óhægt presti er i slíku prestakalli að stunda t. d. fermingarundirbúning og önnur þau störf prestsskapar síns, sem krefjast kynningar og samvista við sóknarbörnin. Því ekki verða fermingarbörn frædd í gegnum útvarp. Og þá kem ég að þeim liðnum, sem margir festa miklar vonir á, að komið geti í stað prestanna í sveitunum og létt af þeim messuskytdunni að nokkru leyti. Það er útvarpið. Það eru til þeir menn, sem standa í þeirri trú, að útvarpið geti að fullu 18*

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.