Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 38
286 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritið,
SAMTÖK OG SAMVINNA
AÐ KRISTINDÓMSMÁLUM.
FRAMSÖGUERINDI ÁSMUNDAR GUÐMUNDSSONAR.
Undirbúningsnefnd þessa kirkjufundar var það þegar ljósl, a'ð
eitt aðalviðfangsefni hans hlyti að verða umræður um samtök og
samvinnu að kristindómsmálum. Enda mætti gjöra ráð fyrir,
að fulllrúum þeim, er kæmu, yrði það mikið áhugamál. Og því
aðeins hefir fundurinn nokkurt varanlegt gildi, að framkvæmdir
fylgi síðan á þessu sviði. Hafið þið nú með þvi að fjölmenna
hingað styrkt aðstöðuna til jiess, að samtökum og samvinnu
verði komið á.
Við frámsögumenn þessa máls höfum skift þannig verkum
iíieð okkur, að hvor talar um sinn þátt samtakanna og samvinn-
unnar og munum við aðeins halda okkur við höfuðatriðin, er
okkur virðast mestu skifta að þessu sinni. En síðar á fundinum
hugsum við til að bera fram tillögur í samráði við nefnd, sem
mun kosin í málinu.
Um þörf samtakanna er ástæðulaust fyrir mig að fara mörg-
um orðum. Því að hún mun nokkurn veginn ljós þorra fundar-
manna. Kristnilíf þjóðarinnar stendur viða með litlum blóma.
Skipulögð árás er hafin gegn því í ræðu og riti og verki. Eru
tekin upp gífuryrði þau gegn kristni og kirkju, sem tíðkast nú
sumstaðar erlendis, einkum á Rússlandi, og beint gegn kirkju
íslands, með fullkomnu skilningsleysi á þvi, að hér eiga þau
alls eklci við, þar sem íslenzka kirkjan hefir barist vel fyrir
andlegri og verklegri menningu og af alúð leitast við að bæta
úr kjörum bágstaddra. Það er jafnvel orðin tízka fyrir mörgum
— ekki sízt unguin mönnum því miður — að votta kristni og
kirkju lítilsvirðingu. Hefir hver eftir öðrum í blindni, að á-
stándið í heiminum nú á dögum sé sönnun um fánýti hennar
— í stað þess, að jiað er sönnun liin brýna nauðsyn hennar’
Stjórnmáiaofstækið skipar það rúm i hjörtum margra, er trúin
skyidi. Deyfð og áhugaleysi um andleg mál grefur um sig, svo
að sjáandi sjá menn ekki og heyrandi heyra þeir hvorki né
slcilja. Er nú svo komið, að þjóðin verður að bregðast hart við,
ef hún vill fá að halda starfi kirkju sinnar meira en til mála-
mynda.
Þejsum erfiðleikum öllum verður að taka með djörfung og
guðstrausti og einlægri og öruggri samvinnu áhugamanna uni
kristindómsmál. Kristur sagði, að .trúin flytti fjöll úr stað, og