Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 40

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 40
288 Hinn alnienni kirkjufundur. KirkjuritiÖ. á að koma frá kristninni, friðarandi og bróðurhugur til alhliða viðreisnar. Það er sannleiki, sem kennari sagði i hrifningu hér fyrir fáum dögum, að það væri aðeins eitt, sem gæti orðið okkur og öllum heiminum lausn frá kreppu og vandræðum. Það var þetta eina, sem forðum var Gyðingum hneyksli og Grikkjum heimska og er mörgum enn í dag: Jesús Kristur og hann kross- festur. Samtök okkar verða að vera í lífsambandi við Iirist eins og greinarnar við vínviðinn. Það er grundvallarskilyrðið — einka- skilyrði þess, að greinarnar beri ávöxt, því aðeins hafa sam- tökin nokkurt gildi. Það er hægt að halda fundi, flytja ræður og erindi, samþykkja ályktanir og tillögur o. s. frv., en það stoðar ekki hið minsta, ef Kristur er ekki í verki með. „Án min getið þér alls ekkert gjört“, sagði hann sjálfur. Þessvegna verð- um við fyrst og síðast hvert um sig að leitast við að lifa og starfa í samfélagi við hann og sækja samvinnu okkar þannig afl og þrótt. Þá mun hver grein hreinsuð, svo að hún beri meiri ávöxt. Þá mun Kristur samkvæmt fyrirheiti sínu vera mitt á meðal okkar, hlessun hans hvila yfir störfunum og þau megna að greiða aiula hans veg um þjóðlífið. En hvernig eiga samtökin að koma fram út á við? Hver skip- un á að verða á þeim? Skipulagið er þegar til, kirkjufélagið með sóknum þess, presta- köllum og prófastsdæmum. Það þarf að blása lífi og anda í það skipulag. Kristnin þarf að eignast innan vébanda þess einvala- lið um land alt, sem berst samtaka fyrir málum hennar, fleiri eða færri menn í hverri sókn. Nú má enginn misskilja orð mín svo, að ég telji ekki kristið fólk þar hvarvetna fyrir. Ég veit, að það vinnur starf sitt í kyrþey og þvi fylgir hinn hljóði súrdeigs- kraftur kristninnar. En það er ekki nóg — og allra sizt nú á þessari skipulagningaröld, að menn starfi aðeins einir sér. í hverri sókn á landinu er starfandi sóknarnefnd og auk þess i flestum Hallgrímsnefnd. Eru þessar nefndir oft skipaðar ó- hugamönnum um kristindómsmól, og mun einkum hafa verið lagt kapp á að velja Hallgrímsnefndirnar þannig. Hvað er nú eðli- legra en það, að þessar nefndir, safnaðarfulltrúi og sóknarprest- ur treysti samvinnu sín á milli kristnilífinu í sókninni til efling- ar og fái að auki þá í lið ineð sér karla og konur, sem hafa til þess vilja og hæfileika? Ég hugsa mér, að presturinn eigi að þessu frumkvæðið. Hon- um stendur það allra næst, sem hefir valið sér það að æfistarfi að vera andlegur leiðtogi safnaðarins. Það er beinlinis í verka- hring hans. En verði einhversstaðar misbrestur ó forgöngu hans

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.