Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 53

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 53
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 301 — ■ markmið hennar og tilgangur. Sé markmiðinu: glæðingu trúar, stælingu góðvilja og göfgun tilfinningalífsins gleymt eða slept, þá er ekki lengur um safnaðarfræðslu að ræða, hversu góð sem starfsemin kann að vera i sjálfu sér. Hitt er hinsvegar algert aukaatriði, hvar fræðslan fer fram. Því verða atvik og staðhættir m. a. að ráða. Sönn sufnaðarfræðsla á fyrst og fremst að leitast við að auðsýna í trú sinni rfygð, og í rfygð sinni trú og þekkingn. Hugsjónin, sem hún stefnir að, er: „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, er þroskast á giiðsrikis-brant". Það er henni aðalatriði. Það er hennar andi, lif og sál. Það er hennar „úpphaf og endir“. Það liggur i eðli málsins, að slík lræðsla sem þessi á og hlýtur að vera frjáls og ólögmælt og alls ekki liður í fræðslu- kerfi þjóðfélagsins. Hér er að ræða um frjálsa trúar- og menn'- ingarstarfsemi, sem áhugi kirkjuvina, presta og leikmanna; heldur uppi að nokkru, en sjálfsnám og sjálfsstarf njótendanna að öðru leyti. Hið eina sem hana bindur, er markmið hennar og tilgangur. Fyrirkomulag hennar þarf t. d. ekki nauðsynlega að vera alstaðar eitt og hið sama. Reynslan á að skera úr, hvað bezt hæfir á hverjum stað. Á einum stað gæti t. d. bezt átt við að hafa sunnudagaskóla í mörgum aldursdeildum. Ann- arsstaðar samkomur með fræðsluerindum og lesflokkum. Enn annarssstaðar félagssamtök o. s. frv„ og er sjálfsagt að hafa livert það fyrirkomulag, sem hugleiknast þykir á þeim og þeim staðnum og tilgangshæfast. Mér er kunnugt um, að i einum söfnuði landsins hefir það fyrirkomulag, sem nú skal sagt frá, verið iiotað með viðunandi árangri 2 seinustu veturna: Fyrri veturinn voru erindi kirkjusögulegs efnis flutt á sunnudags- kvöldum við og við i safnaðarlcirkjunni. Samkomurnar byrjuðu jafnan á stuttum orgelforleik og ávarpi. Siðan var sunginn sálm- ur og erindi flutt. í sambandi við það var þeim, sem hlýddu, gefinn kostur á nánari fræðslu um efnið í einkasamtölum á vissum tímum heima hjá fyrirlesaranum, og notuðu allmargir það boð. Fór svo, að fljótt myndaðist fastur lesflokkur. Sam- komunni lauk jafnan með sálmi. — í vetur, sem leið, voru sam- komurnar haldnar með sama sniði eins og áður, en efni erind- anna nokkru fjölbreyttara. Út frá þeim stofnuðust svo 2 les- flokkar, er störfuðu prýðilega. Alt var þetta tómstunda vinna, og fná því að vísu ekki við miklu búast. Ég hygg þó, að árang- urinn hafi orðið svo góður, að vel væri, ef allar tómstundir manna gæfu aldrei minni arð, menningar- og siðgæðilega talað. Það er enginn smáræðisgróði, ef hægt væri að kenna ungum og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.