Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 55

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 55
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 308 Virðum núlegt ástand fyrir oss meS hliðsjón af spurningunni, sem ég bar fyrst upp. Hverfum fyrst að fræðslumálunum. Hvers verðum vér visari? lvrafa nútímans er, að nienn viti margt, og kunni góð skil á ýmsum flóknum fyrirbrigðum nútímalifsins og geli brotið vandasöm viðfangsefni til mergjar. Geta menn jietta alment að lokinni lögmæltri fræðslu þjóðfélagsins? Ég hygg, að flestir muni draga það í efa, enda er annars litil sem engin von. Ber þar a. m. k. tvent til. Annað er það, að margt af því, sem þarf lil að geta þetta, er ekki að öllum jafnaði á boðstólum í kenslu- sölum, og það er engan veginn skólans sök. Hitt er, að bæði eru skólaár almennings fá og stutt, og eins það, að fyrir mörgum manninum kemur skólagangan á það aldursskeið, þegar þroska, elju og vilja virðist oft vanta til að tileinka sér það, sem með er farið, og gera sér það arðvænt. Hér við bætist svo það, að marg- ir láta sér nægja þetta þekkingarhrafl, sem þeir náðu í á skóla- árum sínum, og bæta þar engu við — ef þeir eru þá ekki altaf að gleyma, í stað þess að þeir ættu altaf að vera að læra, svo lengi sem lifað er. Þvi fer sem fer. Það sýnist ganga staöregnd- nm næst, að fyrir þœr sakir verður mörgum minna úr lífinu en elta myndi. Þar með er sýnt, að oss vantar einlwerskonar fræðslu, sem veitir holla og staðgóða þekkingu og hjálp og upp- örvun á hentugum tínw og á hagkvæman háit, og setur alþjóð manna æfilangt á nokkurskonar skólabekk. Þetta vill safnaðar- fræðslan gera, og geri hún það, verður hún ekki óþörf talin. Litum svo á kirkju- og kristindómsmálin. Er safnaðarfræðsl- unnar þar nokkur þörf? Gerum oss það ljóst. Nútímamanninum er fræðsla og staðgóð þekking nauðsynleg, eins og áður er fram tekið. En fleira kemur til greina. Eins og hver maður hefir bæði líkama og sál með sameiginlegum ög sérstökum þörfum, eins kallar sálin eftir fleiru en kaldri og i'aunhæfri þekkingunni einni saman. Vilja- og tilíinningalífinu má.ekki gleyma. Viljann til mannsæmilegs lífs hér megin og full- sælu hinumegin þarf að vekja og stæla, og tilfinningarnar þarf að göfga og hreinsa. Guðsbarnið í oss grætur, ef það fær eigi næringu við þess hæfi. En hver er sn næring, sem því er holl- ust og þroskavænlegust? Þessari spurningu hefi ég velt fyrir mér á margar lundir og i mörg ár. Ég þykist hafa gert það af fullkominni alvöru og leitað sannleikans með einlægni i þessum efnum. Ég þykist hafa tekið svo margt til greina og leitað svo víða, sem aðstaða mín hefir •eyft. Og niðurstaða min er þessi: Það er Kristur sjálfur, kross- festur og upprisinn, og boðskapur hans, eins og hann var kirkj-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.