Kirkjuritið - 01.07.1935, Síða 56
Hinn abnenni kirkjnfnndur.
Kirkjui'itið.
304
imiii í hendur fenginn af postuliiniun, staðfestur með hlóði pisl-
urvottanna, gegmdur í hjörtum safnaðanna á þrengingartimum,
hreinsaður og fágaður af kirkjuföður vorum Lúther, prédikaður
og til eftirhregtnis gildur tekinn af feðrum vorum og mieðrum,
og eins og hann lifir enn i dag í söfnuði drottins hér o.g annars-
staðar.
Þetta er ekki orSagjálfur framborið af hræsni. Það er sann-
færing mín og vitnisburður, fra.m borinn í höfuðhelgidómi bjóð-
ar minnar. Mcr er vel Ijóst, til hvílíkrar ábyrgðar staðurinn
kallar mig, þar sem ég stend nú, En í þessu tilliti er ábyrgðin
mér léttbær, þvi að Guð er mér vitni.
Fær guðsbarnið í islenzku þjóðarsálinni þessa næringu i fnll-
um mæli nú á tímum?
Nei; ég þori að segja, að það grætnr, þótt sjaldnast hegrist
það, sakir þjóðlífs-hávaðans og þgsjanda dagverknaðarins. En
vér skulum gæta vel að ýmsum ytri einkennum, sem eigi fá
dulist.
Þjóðin er óróleg, óánægð, kviðin, vonlitil og brædd. Hvað
veldur? Getur ekki verið, að hún titri af niðurbældum grát-
ekka? Má ekki jafnvel greina þungar stunur gegnum uppgerðar-
hlátur gelgjuskeiðsins? Er ekki eitthvað bogið við viljastefnu
hennar, eitthvert ósamræmi, eitthvert fálm? Og ráða ekki spiltar
fýsnir og illar tilhneigingar of.miklu? Hvað veldur? Hvað veld-
ur? Að mínu viti og áliti þetta: Kristur hefir ekki verið og er
ekki nógu víða og nógu kröftuglega boðaður. Það hefir ekki
verið séð nægilega vel fyrir, að vort gróandi þjóðlíf mætti þrosk-
ast á guðsríkisbraut — og fengi frið til þess. Þau öfl eru til í
þjóðfélaginu, sem vilja færa það út af guðsríkisbrautinni og
inn á 'aðrar leiðir. Þau hafa lika að sumu leyti gengið sigrandi
af hólmi. Þetta er ofureðlilegt, þegar alls er gætt. Kirkjur hafa
á undanförnum tímum verið lagðar niður, prestum fækkað, al-
mennar guðsþjónustur strjálast og heimilisguðsþjónustur lagst
niður. Og enn er talað um að fækka kirkjulegum starfsmönnum,
prestunum, um alt að helmingi. Hvílík fásinna! Nauðsyn núver-
andi ástands krefst i sannleika hins gagnstæða. Krefst meira
að segja geysilegrar fjölgunar. Svo mikillar fjölgunar, að enginn
sé sá klettur í íslandsbygðum, að eigi heyrist þaðan nefnt nafn
drottins daglega, ef hann á annað borð fær ómað. Að svo megi
sem fyrst verða, er heitasta þrá safnaðarfræðslunnar. Hvað segir
kirkjan? Býður hún hana velkomna að verki? Eða: 1) Á ekk-
ert að gera? 2) Láta reka á reiðanum? 3) Alt síga á ógæfu-
hliðina? 4) Alt arka að auðnu með trú, menningu og siðgæði?
Xei, og aftur nei. Guð forði oss frá slíku andvaraleysi.