Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 59
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundur.
307
Látum reynsluna skera úr. Gerum tilraunir á komanda vetri
eða síðla sumars.
Einhvern tíma, þegar gott tækifæri býðst, kalla prestarnir þá
menn í söfnuðunum saman, er ])eir treysta bezt til að taka þátt
í safnaðarfræðsiunni með sér sem fræðendur eða vakninga-
menn. Þeir kalla einnig þá menn aðra til viðtals, er þeir vita,
að áhuga hafa á málinu. Ásamt prestunum koma þessir menn
sér saman um skipulagið, ákveða fræðsluefni, skifta greinum á
menn og daga o. s. frv. Við guðsþjónustu safnaðanna gera
prestarnir svo grein fyrir málinu og auglýsa fyrstu samkom-
una. Færi bezt á að auglýsa, með hvaða efni yrði farið og hver
f'lytti erindi. En tilhögun samkomunnnar mætti vera á þá ieið,
að á undan og eftir erindinu syngju þátttakendur sálma, sinn
sálminn í hvort skiftið. Að loknu erindi gæti verð gott að Ieyfa
fyrirspurnir og samtal um efni erindisins. Að lyktum ætti vel
við að flytja bæn og syngja sálmsvers. Sönginn má ekki van-
rækja. Hann hefir hér sem annarsstaðar ómetanlegt giidi, og
þvi frekar sem fleiri syngja. Helzt ættu allir viðstaddir að
syngja, einraddað með undirspili.
Spá mín er sú, að víða i prestaköllum landsins yrði þessari
nýbreytni vel tekið. Lesflokkar ættu að öllum líkindum skjótt
að myndast eða að minsta kosti fastur áheyrendahópur, vin-
átlubönd að knýtast, samkend að vakna og prestar að mæta
vinarhóp, hvenær sem þeir kæmu í sóknir sínar, og hefði hóp-
urinn þá undirbúið komu þeirra eftir beztu getu. Sennilega liði
ekki á löngu, að hvar sem safnaðarfræðslan næði einhverjum
þroska hyrfi sá aumingjaskapur að bjóða nokkrum prestí upp
á kaldar kirkjur og óvistlegar og illan og lítinn kirkjusöngj Eftir
messu flytti svo prestur eða einhver annar erindi, og að því.
loknu skiluðu lesflokkarnir úrlausnum sínum, fengjú lleið-
réttingar og leiðbeiningar og ný verkefni. Verkefniri fjölritaði
presturinn eðd leiðbeinandinn. Til þeirra hluta má vel komast
af með ódýran hektógraf, sem hver maður getur sjálfur búið
til, ef hann hefir efni og uppskrift. Við og við sendi prestur-
inn út smáávörp inn á hvert heimili í sókninni, og önnuðust þá
flokkarnir dreifinguna; Eg hugsa mér jafnvel, að sumstaðar gæfi
prestur og safnaðarfræðendur út fjölritað blað — safnaðarblað
Þannig gæti myndast lifandi samband milli prests og safnaðar
— og hver er sá prestur, er eigi óskar sér þess?
Kæru bræður. Ég hefi hér dregið upp glæsilega mynd, en
ég vona, að hún geti reynzt sönnu næst, a. m. k. þegar bezt
tækist. Að draga upp myjid af ástandinu, þegar verst tækist,
er alóþarft. Vér þekkjum ástandið í aðgerðalausum, köldum og
20*