Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 62

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 62
310 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritið. Tillagan hafði ekki farið um hendur allsherjarnefndar, og vildu því sumir, að hún yrði ekki borin undir atkvæði. Þó varð það úr, og greiddi meiri hluti fundarmanna atkvæði með henni. Undirbúnings- Nefndin, sem hafði undirbúið þennan kirkju- nefnd undir fund, var í einu hljóði endurkosin til næstu næsta fund. tveggja ára, og að auk þessir varamenn: Séra Björn Magnússon prófastur, Borg. Frímann Ólafsson kaupmaður, Reykjavík. Séra Guðbrandur Magnússon prófastur, Hofsós. Séra Halldór Ivolbeins, Stað i Súgandafirði. Séra Jakob Einarsson prófastur, Hofi. Sigfús Sigurhjartarson kennari, Reykjavik. Sigurður Halldórsson trésmíðameistari, Reykjavík. Bróðurandi ríkti á fundinum, og varð salurinn ^“?"ar,egar í K. F. U. M. þessa daga eins og heimili fund- viotoKur. armanna, sem þeim verður lengi ljúft að minn- ast. Að því studdi einnig sameiginleg kaffidrykkja, sem fór þar fram á mánudag og þriðjudag. Veitti kirkjunefnd og sóknar- nefnd Dómkirkjusafnaðarins fyrri daginn, og var þá viðstödd skáldkonan frú Jakobina Johnson, sem flutti fundarmönnum kveðjur vestan um haf og mælti bæði í bundnu máli og óbundnu. Var henni fagnað hið bezta. En síðar á fundinum voru sendar hróðurkveðjur og blessunaróskir til 50. kirkjuþings íslendinga i Vesturheimi. Seinni daginn veitti Kvenfélag Frikirkjusafnað- arins. Voru þessar veitingar hvorartveggju, eins og vænta mátti, af framúrskarandi rausn og prýði. Guðræknis- stundir. Eftir hvert fundarhlé var venjulega sunginn sálmur, áður en fundurinn hófst að nýju. Einn- ig lauk fundinum á kvöldin með sálmasöng. Morgunbænir voru haldnar. Séra Friðrik Hallgrímsson las á mánudagsmorguninn Jóh. 15 og bað hænar, en Knud Ziemsen Ias á þriðjudagsmorgun Jóh. 3, 10; 14, 1—7 og Matt. 28, 20. flutti hann því næst ræðu og bað bænar að lokum. Þegar leið að fundarslitum, mæltu nokkurir ástúðlegum hvatningarorðum og kveðjuorðum til fundarmanna. Vóru það þeir séra Halldór Kolbeins, séra Halldór Jónsson, séra Guðbrandur Björnsson, séra Árni Sigurðsson, Sigurbjörn Á. Gíslason, séra Friðrik Rafnar, séra Ófeigur Vigfússon og Gísli Sveinsson. Síðast las Sigurður P. Sívertsen vigslubiskup Op. Jóh. 3, 20—22, talaði hann nokkur orð út frá versunum og flutti bæn. Sálmurinn ,,Ég heyrði Jesú himneskt orð“ var sunginn og síðast versið „Son Guðs ertu með sanni“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.