Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 65

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 65
Kirkjuritið. Prestastefnari. 313 Loks telur sytiodus, að á alveg óforsvaraniegan hátt sé séð fyrir framfærslu uppgjafapresta“. 2. „Synodus mælir eindregið méð því, að ..frumv'arp til laga um afhending Dómkirkjunnar lil safnaðarins i Reykjavík og fjölgun sókna og presta i Reykjavík og öðrum kaupstöðum“, sem birt hefir verið í 5. hefti „Kirkjuritsins", verði að lögum“. 3. „Prestastefnan litur svo á, að vinna beri að þvi, að Hólar i Hjaltadal verði prestssetur í Viðvikurprestakalli og nefnist þá prestakallið Hólaprestakall“. .4. „Prestastefnan beinir þeirri áskorun til kirkjustjórnarinnar, að hún hlutist til um það, að fyrir Alþingi nú í haust verði lagt fram frumvarp til laga um að Dýrafjarðarþing i ÍVestur-ísafjarð- arprófastsdæmi verði áfram sérstakt prestakall“. Mannúðarmál og líknarmál. Ásmundur prófessor Guðmundsson, rit- ari Rarnaheimiliánefndar þjóðkirkj- unnar, gaf skýrslu um störf nefndárinnar og rekstur barnaheimilisins Sólheima og fjársöfnun á árinu. Siðan voru umræður um barnaheimilismálið, um barnavérnd og önnur mannúðar- og liknarmál. Yar nefnd kosin lil þess að koma fram með tillögur. í nefndinni voru: Prófessor ÁSmúnd- ur Guðmundsson, séra Friðrik Hallgrímsson, séra Guðmundur Einarsson, séra 'Gúnnar Árnason og cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason. Þessar tillögur voru samþyktar síðasta dag fundarins allar ;i einu hljóði: 1. „Prestastefnan skorar á alla presta landsins að stýrkja sjálfir og fá aðra til þess að gefa fé í Barnaheimilissjóðinn, og senda jafnóðum það er inn kemur til féhirðis sjóðsins, — ög bendir jafnframt á það, að vel ætti við að menn gæfu gjafir til minningar um látna ástvini í þennan sjóð“. 2. „Prestastefnan mótmælir eindregið lillögu þeirri,,'sem fram hefir komið á Alþingi, um að prestastéttin hafi ekki fulltrúa i Barnaverndarráðinu, og skorar á Kirkjuráðið og alla presta landsins að beita áhrifum sínum í þá átt, að ákvæðum laganna i þá átt verði ,ekki breyttí1. 3. „Presta’stefnan skorar á Alþingi að veita árlega á fjárlögum ákveðinn styrk til byggingar og starfræksiu barnaheimila og dagheimila fyrir börn, ekki minni hlutfallslega en veittur er til heimavistarskóla“. 4. „Prestastefnan telur nauðsyn að koma sem fyrst á fót tveim heimilum fyrir vangæf börn, drengi og stúlkur, og mælist til t>ess, að Kirkjuráðið undirbúi það mál fyrir næsta Alþingi í samvinnu við Barnaverndarráð íslands“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.