Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 66

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 66
314 Prestastefnan. Kirkjuriti'ð. 5. „Prestastefnan telur brýna þörf á stofnun drykkjumanna- hælis, og skorar á ríkisstjórnina að framfylgja nú þegar ákvæð- um áfengislaganna í því efni“. ,, Séra Halldór Kolbeins flutti erindi um iVlessur oe* , , ,s messur og prédikanir, og urðu um það predikanir. nokkrar umræður. Snerust þær annars- vegar um utvarpsguðsþjónustur og hvernig þær mættu verða að sem mestu gagni, en hinsvegar um kirkjulestra, þ. e. notkun kirkna til guðsþjónustuhalds að presti fjarverandi. Tíðkast slikar lestrarguðsþjónustur hjá frændum vorum Færeyingum, þegar prestur messar á annari kirkju. Safnast menn þá saman í söknarkirkju sinni og syngja sálma, en djákninn les prédikun úr einhverri postillu. Slikar guðsþjónustur hafa einstaka sinn- um verið haldnar i kirkjum hér á landi, aðallega á hátíðum, en þyrftu að verða alm ;nnari. í hinni nýju Helgisiðabók vorri er gjört ráð fyrir, að slíkar guðsþjónustur geti farið fram í kirkju eða í samkomuhúsi, þar sem leikmaður stjórnar guðsþjónust- unni og flytur prédikun eftir sjálfan sig eða annan. Gefur Helgi- siðabókin leiðbeiningar um, hvernig slíkum guðsþjónustum megi haga. — Sigurður Sívertsen hvatti prestana til að sjá um, að kirkjur i kauptúnum og þar sem þéttbýli er verði framvegis notaðar á þennan hátt til guðsþjónustuhalds miklu víðar en nú þekkist á landi voru. ,,, . Séra Gísli Skúlason flutti erindi um Vt i«o nr|u t". . Strandarkirkju og sjóð hennar, og hvernig írkja. j- kirkjunnar yrði bezt ráðstafað í fram- tiðinni, kirkju og kristindómi til eflingar.. — Umræður urðu nokkrar um málið og því síðan vísað til Kirkjuráðs. Kirkjulega ástandið í Þýzkalandi. Um það efni flutti cand. theol. Regin Prenter mjög fróðlegt erindi. Hefir hann dvalið í Þýzkalandi og kynst kirkjulífinu þar og ýmsum af helztu kirkjulegu leið- togunum. Tákn tímanna hét erindi, sem séra Friðrik Hallgrims- son flutti. Var það bróðurleg brýning til prestanna, að reynast sem bezt á þessum erfiðu tímum. — Nokkrar umræður urðu á eftir. Þessi tillaga var samþykt með samhljóða atkvæðum: „Prestastefnan mælir með því, að prest- ar helgi kristniboðsmálinu a. m. k. eina guðsþjónustu á ári, og telur eðlilegt, að við þá guðsþjónustu sé safnað fé til kristniboðs" Kristniboðs- mál.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.