Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 67

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 67
Kirkjuritið. Kirkjuvígsla. 315 Biblíufélags- fundur var haldinn í sambandi við prestastefn- una. Var þar nokkuð rætt um framtíðar- starfsemi félagsins að útbreiðslu Biblí- unnar, einnig hvatti biskup presta til að kaupa „Apokrýfar bækur Gamla-testamentisins“, sem komu út í nýrri þýðingu og vandaðri útgáfu árið 1931 á kostnað Hins íslenzka biblíufélags. . Tvö erindi voru flutt í Dómkirkjunni i r sambandi við synodus. Annað þeirra erindi. flutti Ásmundur Guðmundsson prófessor: Kristur og þjóðlífiff“. Var því útvarpað. — Hitt flutti séra Ósk- ár J. Þorláksson prófastur, og nefndi hann það: ,,Persóna Jesii Krists frá sjónarmiði Mitimagufffræöinnar". Eining og samhugur rikti á þessari fjölmennu prestastefnu, enda er nú um það barist, hvort afskifti kirkjunnar til kristi- legra áhrifa á þjóðlíf vort eigi að aukast og eflast, eða jíjóðin í framtíðinni eigi að stefna að þvi að losa sig sem mest undan áhrifum kirkju og kristindóms. S. P. S. Kirkjuvígsla í Garpsdal. Trínitatis-sunnudag 16. júní fór fram vigsla nýrrar kirkju i Garpsdal að viðstöddu meira fjölmenni en hin nýja kirkja gat rúmað. Biskup framkvæmdi vígsluna, sem fór fram eftir nýju helgisiðabókinni. Við vígsluna aðstoðuðu þeir prófastarnir séra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi og séra Jón Brandsson í Kolla- fjarðarnesi, og prestarnir séra Jón Þorvaldsson á Stað á Reykja- nesi og séra Ólafur Ólafsson á Kvennabrekku. 1 guðsþjónustunni á eftir vigslu prédikaði séra Ólafur Ólafsson, en séra Ásgeir fermdi nokkur ungmenni. I.oks fór fram altarisganga og þjón- aði séra Jón Brandsson fyrir altari. Fór guðsþjónustan öll ágæt- Iega fram og var hin hátíðlegasta. Hin nýja Garpsdalskirkja er mjög vandað kirkjuhús úr timbri, en ÖIl járnklædd að utan. Vegna erfiðleika á að ná í steypu- efni varð að hverfa frá því að byggja hér steinsteypta kirkju. Kirkjan er gjörð samkvæmt teikningu húsameistara rikisins, með háum turni upp af forkirkju. Rúmar hún i sætum alt að 100 manns, en 205 fullorðnir voru taldir út úr kirkjunni vigslu- daginn. Kirkjan er öll raflýst og prýðilega máluð að innan. Kaupfélagsstjóri Jón Ólafsson í Króksfjarðarnesi hefir staðið fyrir byggingu kirkjunnar og yfir altari er prýðileg altaristafla, máluð af Brynjólfi listmálara Þórðarsyni, en gefin kirkjunni af Jóni kaupfélagsstjóra til minningar um Iátna eiginkonu hans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.