Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 68

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 68
Kirkjuritið. KRISTUR OG ÞJÓÐLÍFIÐ. Synoduserindi í Dómkirkjunni 26. júní 1935. í kvöld ætla ég að tala um Krist og þjóðlífið, og þá fyrst um Krist og þjóðlífið á Gyðingalandi. Þvi er aðdá- anlega vel lýst í guðspjöllunum síðustu daga hans, er svö mátti að orði kveða, að öll þjóðin kæmi saman í Jerúsalem. Hverri myndinni af annari er brugðið upp markaðri skýrum dráttum, svo að afstaðan til Jesú verður ljós og lifandi. Horfum í anda á irinreiðina og festum oss þá þjóðlífsmynd í iiuga. Jesús er að koma til höfuðborgarinnar fyrir páskana. Helgifaraflokkur fylgir horium, alþýðufólk norðan frá Galíleu og ýmsir aðrir, sem við hafa bæzt. Hægt og hægt riiiðar liópnum áfram, og fréttin um komu „spámanns- ins Jesú frá Nasaret í Galíleu" hefir þegar borist á und- an þeim til Jerúsalem. Þegar Jesús er kominn upp á bungu Olíufjallsins og halla tekur vestur að bænum Betfage og gullið marmaramusterið, súlnagöng, hallir ög húsaþyrping Jerúsalem blika við framundan í sól- skininu, þá sér hann marinfjölda streyma á móti sér úr borginni. Það er vor. Akrabreiðurnar lifandi korn- stangamóða og trén allaufguð. Þeir sníða af öx og lim- ar og breiða á veginn og sumir yfirhafnir sinar. Þeir eru að fagna konungi sínum á feginsdeg'i. Þá farin Jesús ungan asna, að því er segir í Jóhannesarguðspjalli, og sezt á bak til þess að sýna öllum, hvernig konungdómi sínum sé farið. Hann minnir á Messíasarspádóm Sak- aria: „Sjá, konungur þinn kemur til þín lítillátur og ríður á asna“. Flokkarnir mætast og renna saman og allur skarinn þokast nær og nær Jerúsalem. Hróp Barti-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.