Kirkjuritið - 01.07.1935, Qupperneq 69
KirkjuritiÖ.
Kristur og þjóðlífið.
317
ineusar blinda við hlið Jeríkóborgar verður nú að fagn-
aðarópi þessa mikla mannfjölda: „Davíðssonur, Davíðs-
sonur“. Pilagrímssálminum, sem sunginn er á páskunum,
er vikið við og beint til Jesú eins: „Hósanna. Blessaður sé
sá, sem kemur i nafni drottins“. Þeir sem fara á undan
og þeir sem fylgja hrópa: „Blessað sé bið komandi ríki
föður vors Davíðs. Hósanna í liæstum hæðum“. — En
þótt þessi gleðióp taki yfir, þá er langt frá því, að allur
mannfjöldinn sje í einum og sama liug.
Sumir þegja og eru næsta þungbúnir. Þeir höfðu far-
ið úr horginni til þess, að fylgjast sjálfir með viðtök-
unum, er Jesús fengi. Þeir óttast lýðhylli hans og leita
höggstaðar á lionum til þess að hnekkja henni. Þeir
eru andstæðingar hans og iiatui’smenn og vilja féig á-
hrif hans í þjóðlífinu. Þeirra eigin völd 'eru í veði. Belg-
irnir forixu — erfikénning þeirra og lögnxálsslagl
þola ékki vín lians. Fagnaðaróp lýðsins valda þeim log-
andi kvöl. Loks geta þeir ekki orða bundist: „Meistari,
hasta þú á lærisveina þina“. Enn á heift þeirra eftir að
magnast, er þeir sjá Jesú litlu síðar reka þá út, sem
verzla í helgidóminum, og heyi’a jafnvel börnin kalla
þar eins og fulloi-ðna fólkið: Hósanna, Davíðs syni. Alt
guðsþjónustuhald þeirra er i auguni lians eins og al-
laufgað fíkjutré, ávaxtalaust. Þeir hrugga þegar Jesú
hanaráð. Vinyrkjarnir ætla að deyða son víngarðseig-
andans til þess að halda- sjálfir arfinum.
Aðrir í flokkinum eru hrifnir óumræðilegunx fögnuði,
og þeir eru miklu fleiri þessa stund. Það eru þeir, sem
veita Jesú fylgd á yfirhoi’ðinu. Langþráða stundin er
að reuna upp. Nú sezt Messías að ríki, og velsæld og
velmegun tekur við fyrir þá. Þeim verður launuð fj'lgd-
in konungleg'a. Þeir fá að sitja hver undir sínu fikjutré
og njóta ávaxta vínviðarins og allra gæða landsins, sem
mun fljóta í mjólk og hunangi. Sterkust er hamingju-
vonin í brjóstum lærisveina hans, „hinna tólf“. Þeir eiga
að sitja í hásætum og ráða með honum. Þeir hafa verið