Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 72

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 72
320 Ásmundur Guðmundsson: KirkjuHtiíS. hans, öfl, sem vilja kristnina i landinu feiga og vinna gegn henni leynt eða ljóst, því að völd þeirra yfir liug- um manna liggja við. Að nokluiru leyti hafa þau öfl sótt þrótt sinn handan um höf, að öðru leyti eru þau heima alin. Þau hasta á lærisveina Krists, að þeir skuli þegja. Og þegar þeir þegja ekki, eru þeir ataðir auri. Burt með þá. Þeir eiga engau rétl á sér. Því færri starfsmenn kristni og kirkju, því betra. Kristnin er talin hygð á blekkingu og táli, kirkjan alstaðar vígi svartasta aftur- halds, þröngsýni, ofstækis og mammonsþjónustu, bæn- in gagnslaus, guðstrúin háskaleg villa. Eilíft lif fyrir mennina í æðra heimi ekki til. Ljósi er umhverft í myrkur. Og hvað sem öllum trúarskoðunum kann að liða, þá eru sumir þættirnir í stjórnmálabaráttunni hér á landi hersýnilega heiðnir og gegn anda Ivrists. Hún er þrungin úlfúð og hatri, öfund og heift. Og skugg- ana er látið leggja inn í barnssálirnar. Börnin eru leidd i iiólitiskan félagsskap, þar sem um þau leikur slíkt hráslagaloft, að hætt er við, að trúarþrá þeirra, bæurækni og trúarlíf bíði þess aldrei bætur. Þeim eru gefin stjórnmál i staðinn fjrrir fagnaðarerindi Krists, steinar fyrir brauð, höggormur fyrir fisk. Enn er, eins og jafnvel sumstaðar á Gyðingalandi forðum, amast við því, að börnin syngi Iíristi lof í helgidóminum, reynt að ósanna orðin: „Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú búið þér lof“. Þessi andstæðuöfl við Krist er einnig að finna lijá hin- um mikla mannfjölda — þorra þjóðarinnar, sem kenn- ir sig við Krist og á þann hátt' að ininsta kosti telur sig veita honum fylgi. Það er fyrst og fremst bein afleiðing af því, lijá hve mörgúm stjórnmálaofstækið skipar það rúm í hjartanu, er trúin skyldi. Svo veldur miklu sljó- leiki og skilningsleysi á að meta það, sem vér höfum átt og alist upp við frá bernsku. Innra líf svarar ékki til ytra forms og sprettur af hálfvelgja og hræsni, sem Kristur kvað yfir svo þunga dóma. Þótt leitað sé undir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.