Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 74

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 74
322 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. eða málleysingi, er þeim eins og minsti bróðir eða systir Jesú Krists. Þær lifa öðrum, en ekki sjálfum sér. Þær ganga fórnarbraut og eru ósigrandi. Þær biðja eins og skáldið við sóttarsæng þess er líður: „Æ, gef þú mjer, kærleikur, kröm hans um stund. að hvíla þau líðandi beinin“. Þær signa brestandi augu ástvina sinna og finna, að dauðastundin er sigurhátíð sæl og blíð þrátt fyrir alt. Þær eru hetjur jafnt frammi fyrir lífi og hel. Þær hafa staðið undir krossi Krists, þær liafa borið ilmjurtir út að gröf hans. Þær haf séð — og sjá hann upprisinn. Enginn getur sagt, hversu mikið þjóðlífið á þessum konum að þakka og öðrum þeim hku má liðnum öldum, mæðrum kristninnar í landinu. Það er þessi flokkur kvenna og karla, sem er liér salt jarðar og vér vonum, að geti i krafti Krists eytt skemdunum og rotn- uninni í þjóðlifinu. En verður það svo? Hvað sjá himnesk augu Krists, er hann horfir fram á veg þjóðarinnar um ókomin ár og aldir? Verður gró- andi þjóðlif, sem þroskast á guðsríkisbraut? Eða .... Horfir hann á hrun og rústir, af þvi að þjóðin þekkir ekki sinn vitjunartíma? Verður hatrið hér viðurstygð eyðingarinnar? Fall Jerúsalem var ekki hefnd frá Guði. Guð er aldrei heiftrækinn hefnandi, lieldur altaf ástríkur faðir. Fall Jerúsalem og Gyðingaþjóðarinnar var aðeins óhjá- kvæmileg afleiðing af því, að trúin var feld í helfjötra og.stirðniið, svo að siðirnir spiltust, drengskapinn þraut og þegar ljósið skein i myrkrinu, þá tók myrkrið ekki á móti því. Og svo hlýtur hverri þjóð að fara, er þá stefnu tekur. Hvaða örlög erum vér að búa Islandi?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.