Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 75

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 75
KirkjuritiS. Kristur og þjóðlífið. 323 Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað, hvað til friðar heyrir. Kristur, sem sér og þekkir, hvað i hjörtunum hýr, vill hjálpa þjóðinni, hann, sem er hinn sami i dag og í gær og um aldir: „Hversu oft hefi ég viljað saman safna börnum þínum, eins og þegar liæna safnar ungum sín- um undir vængi sér“. Vér eigum að hugsa um það frannni fvrir augliti hans, hvernig vér fáum þekt vorn vitjunartíma, svo að þjóðlíf vort megi snúast til batn- aðar. Og vér eigum að gjöra það með bæn i huga, því að „aldregi elsku þinni aftur minn herra fer“ hvernig sem vér höfum lifað. Árásum manna gegn trú og kristindómi skal taka með bænarorðum Ivrists: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. — Enda er þess ekki að dyljast, að á hak við alt ofstækið má víða finna djúp- an straum samúðar með þeim, sem hágt eiga kær- leiksanda, er býr yfir meiri kristindómi en margir þeirra, sem harðastir eru i dómum um aðra og telja sjálfa sig kristna. Þessi góðu öfl er skylt að meta og við- urkenna hvar sem er og liafa jafnan framrétta hróður- liönd til samvinnu við þau. En þá ætti að vera von til þess, að þau leystust úr læðingi og illum álagaham og skilningur vaknaði á því, að það er einmitt Kristur, sem háði djarfast stríð fyrir rétti smælingjanna og flutti þá kenningu, sem ein gelur stofnað ríki jafnréttis og bræðralags, þegar hjörtu og' heimsálfur veita henni við- töku. Heift og hatur geta eytt og umturnað, en þau geta ekki reist það ríki. Það getur ekkert afl nema kærleik- urinn. Vér þurfum að koma nær Kristi og öðlast dýpri skilning á sannindunum, sem hann brýndi fyrir læri- sveinunum og mannfjöldanum, svo að vér reynumst heil og sönn í fylgd vorri við hann. Vér þurfum að skipa oss í þann flokkinn, sem vill vera honum trúr alt til dauða 21'

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.