Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 79

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 79
Kirkjuritið. Séra Sigurður Þórðarson. 327 sældir, sem séra Sigurður gat sér. Um þessar mundir jókst mjög samstarf presta á Austurlandi að kristindóms- málum. Var fjölmennur prestafundur haldinn í Valla- nesi 1926, og næsta ár stofnuð sérstök deild í Prestafé- Iagi íslands fjæir Múlaprófastsdæmin. Var séra Sigurður kosinn í stjórn hennar og lét hann sér mjög hugar- haldið um þetta samstarf alt. En þá tók heilsa hans að hila, og varð hann altaf öðru hvoru að dvelja langdvöl- um frá heimili sínu til lækninga 8 síðustu æfiárin. Hann gegndi prestsstörfunum, meðan hann mátti, og i legun- um las hann mikið og skrifaði. Hann átti gott bókasafn um sálræn vísindi og trú og var orðinn mjög vel lærður í þeim efnum. Hann varð sífelt víðsýnni og víðsýnni og umburðarlyndari jafnframt við skoðanir þeirra, er hugsuðu á annan veg en hann. Honum þótti innilega vænt um leit vísindanna að sannleikanum og vildi, að hún yrði sem frjálsust og djörfust, því að hann treysti því örugglega, að Guð sjálfur væri þar i verki með og að sönn vísindi myndu aldrei hagga hið minsta við trúar- grundvelli kristinna manna. Guð og faðir Jesú Krists og vor allra var hellubjargið, sem ekkert gat hifað. Fátt eitl hefir enn verið prentað af því, sem hann ritaði, má aðeins nefna ræðu í 100 hugvekjum og 2 greinar i Kirkjublaði: vKirkjan og andsæisstefnan“ og „Veruleikaþráin og ldutverk kirkjunnar“. Ræður hans þóttu góðar. Þó munu þær ef til vill Iiafa orðið full-þungar fjrrir almenning, er hann beitti mest lærdómi sínum af bókum og vits- munirnir tóku fastast á. En þegar hann skrifaði í hrifn- ingu og lét tilfinningarnar ráða, þá urðu þær beztar og náðu dýpstum tökum á áheyrendum hans. Hann var dultrúarmaður gæddur ríkri innsæisgáfu og gaf það, sem spratt fram af hans instu hjartarótum. Safnaðar- fólkið hafði því mikið að sækja til hans, bæði i kirkju og á heimili. Enda vildi hann öllum liðsinna i hverju því, er liann mátti. Munu vináttuböndin í milli liafa' orðið traustari á báðar ldiðar eftir því sem árin Hðu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.