Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 80

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 80
328 A. G.: Séra Sigurður Þórðarson. Kirkjuritið. Séra Sigurður var kvæntur Björgu Jónsdóttur frá Vaði í Skriðdal, og eiga jiau tvær dætur á lífi. Þeim, sem þetta ritar, verður það allra minnisstæðast um séra Sigurð, með hve mikilli trúardjörfung hann har þrautir sínar og hversu hátt andi hans gat hafið sig upp vfir jiær. Þannig skrifaði hann t. d. eitt sinn jiessi hæn- arorð: „Guð! Þú hinn eilífi, sem i ljósinu býrð! Um þig sveipast kraftarnir í hvirfingu hvítra skara. Frá þér strevma elfar hins eilífa kærleika um alla heima ger- vallrar tilveru, í Jiöglum nið hoða jiær mikilleik veldis jiins og vizku og vökva um döggsvalar lendur hið gró- andi líf með svölun þinnar heilögu náðar. Allir ómar lífsins eru ómar elsku þinnar, æðandi stormar og hinn svalandi hlær, brosandi geislinn og hið ögnandi ský, alt sem laðar og gleður, alt sem knýr á, afl og djörfung, ait — alt eru jiað elfar elsku þinnar, skapandi máttur og lifsins heilagi vísdómur. Þú Guð ert einn þú i oss og vér i jiér, Þú ert hinn eilifi, hið stærsta og hið smæsta, hin almáttka eining öreinda og alheims. Hin fagnandi gleði, hin blýþunga sorg, hvert tár og hvert hjartaslag, alt vort lif, alt er þetta vísir jieirra verðandi vera, sem vakna til að verða áform jntt, er rísa skal himnunum hærra. Hið veika liros, hið titrandi andvarp, hin leikandi æska og hin svala gröf, alt vort lif, alt er Jiað upprisa jiess lífs, sem andi þinn vekur, eilif smæð í eilífri stærð. Andi þinn er eilíft geislamagn eilífs lífs, og í eilifri einingu við þig sveipast kraftar hinna eilífu úthafa um helgidóm dýrðar þinnar i hvirfingum livítra skara. Lífið er þin dýrð. Guð, þú ert i oss, og vér í þér“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.