Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 87

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 87
Kirkjuritið. Fréttir. 335 starfs í þágu hennar. Og allir hinir ágætustu menn kristninnar eru nú farnir að koma auga á það, að ef nú á ekki alt að hníga á ógæfuhiið fyrir mannkyninu, verður sú trúarvakning, sem nú fer í hönd, að leggja ríka áherzlu á hina félagslegu velferð, hún verður að gagnsýra alt stjórnarfar og alt athafnalíf vort. Þegar guðspjöllin eru lesin með athygli og gaumgæfni, kemur það í Ijós, að verulegur hluti af kenningum Jesú fjallaði um tilkomu guðsríkisins „svo á jörðu, sem á himni“ Þetta megum vér ekki láta oss sjást yfir, því að afleiðingin verður sú, sem raun hefir orðið á: Ófarnaður mannkynsins. Stanley Jones út- skýrir þessi hoðorð, í hinni nýju hók sinni, með sínu alkunna andríki og skemtilegu mælsku. Mun þetta vera ein hin veiga- mesta bók, sem komið hefir frá hans hendi. í þessu sambandi vil ég vekja athygli á því, að „Kristur á vegum Indlands11 (The Christ of the Indian Road), er birtist í þýðingu séra Halldórs Ivolbeins í tímaritinu „Jörð“, er nú komin út í sérprentun á Akureyri á kostnað Odds Björnssonar, svo að íslenzkir lesendur eiga nú hægt með að ná í þessa ágætu bók, sem fyist gerði höfundinn heimsfrægan. B. K. FRÉTTIR. Séra Jakob Jónsson, prestur að Nesi í Norðfirði, sem dvalið hefir vestan hafs síðan í fyrra haust og starfað hjá löndum vorum í Winnipeg og víðar mn bygðir íslendinga, segir frá því í bréfi frá Wynyard, dags. 6. júní, að hann og séra Kristinn K. Ólafsson, forseti evangelisk- lúterska Kirkjufélagsins, hafi i Kandahar og Wynyard i Sas- katchewanfylki flutt erindi saman um kristindóm og þjóðfélags- mál, við góða aðsókn. „Hneigjumst báðir á þá sveif, að kirkjan og verklýðshreyfingin eigi að vinna saman“. Gjöf til Glaumbæjarkirkju. Séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ, sem lætur af prests- störfum í haust, hefir gefið kirkjunni heima á staðnum altaris- dúk forkunnarfagran, svo að ekki mun finnast annar slikur hér á landi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.