Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 88

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 88
336 Fréttir. Kirkjuritið. Fögur gjöf til barnaheimilisins Sólheima. Ritara barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar, Ásmundi Guð- mundssyni, barst nýlega í hendur svolátandi bréf: „Þar eð dóttir min Sigríður Friðvinsdóttir, er andaðist 7. sept. 1931, vildi styðja að kristilegu uppeldi munaðarlausra barna, afhendi ég hér með eftirlátnar eigur hennar — krónur 1000.00 — barnaheimilinu Sólheimar í Grímsnesi til fullrar eignar. Þó með því skilyrði, að verði þangað ráðstafað munaðar- lausu barni úr æskusveit hennar Skarðshreppi i Skagafjarðar- sýslu þá fái það þann afslátt á ársmeðgjöf á hælinu, sem svarar 7% af kr. 1000.00 eða kr. 70.00 En að öðru leyti er ofangreind upphæð óskorið eign barnaheimilisins. Sauðárkróki, 30. júní 1935. Margrét Jóhannsdóttir frá Reykjum. Bréfinu fylgdi 1000 kr. póstávísun. Barnáheimilisnefndinni er bæði ljúft og skylt að þakka þessu liöfðinglegu gjöf. Prestskosning. Um Hvanneyrarprestakall í Siglufirði sótlu sex prestar: Séra Garðar Svavarsson, séra Halldór Kolbeins, séra Jón Thoraren- sen, séra Óskar J. Þorláksson, séra Sigurður Z. Gislason og séra Þorgrímur V. Sigurðsson. Kosning fór fram sunnudaginn 30. júní, og hafði séra Jón afturkallað umsókn sina 2 dögum áður. Atkvæðin voru talin 5. júlí, og fékk séra Óskar J. Þorláksson 726 af 814 greiddum atkvæðum og er því löglega kosinn prestur Siglfirðinga. Embættispróf í guðfræði. 15. júní luku 2 kandidatar prófi i guðfræði við Háskóla vorn, báðir með fyrstu aðaleinkunn: Jóhann Jóhannsson, frá Akureyri, l'. 7. nóv. 1904, 1. eink. 122% stig. Eiríkur J. Eiríksson, frá Eyrarbakka, f. 22. júlí 1911, I. eink. 122 stig. Utanfararstyrkur guðfræðikandídata. Við úthlutun styrks úr Sáttmálasjóði á þessu vori hlutu guð- fræðikandídatarnir Magnús Runólfsson og Gísli Brynjólfsson ut- anfararstyrk til framhaldsnáms. Eru báðir Reykvikingar, kandi- datar vorið 1934 með fyrstu einkunn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.