Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
Nýtt samfélag.
9
marga, er hryggilegt tákn tímanna. Enginn nema sá,
sem reynt liefir þetta hvorutveggja, getur lnigsað sér
eða lýsl öllum þeim þrengingum, sem þessu eru sam-
fara. Frægur prédikari og rithöfundur segir frá því,
að liann hafi eitl sinn verið viðstaddur, þegar verka-
maður einn, sem búinn var að vera lengi atvinnulaus,
fékk tilkynningu um vinnu. Og gleði þessa manns varð
svo mikil og gagntakandi, að slikt augnahlik, sagði ril-
höfundurinn, að vrði sér ógleymanlegt, jafnvel ógleyman-
legast af öllum þeim augnablikum, sem hann hefði séð
meiínina verða gleðinnar aðnjótandi. Skyldi það vera
rangt að gizka á, að kvöl og angur atvinnuleysisins hafi
verið álíka þungbært eins og gleðinnar geðblær var
magnþrunginn og hrífandi?
Sami höfundur talar um það, livað það sé mikið höl
fvrir æskuna, að alast upp við skort á öllum sköpuðum
hlutum, við skort á fötum og fæði, við skort á hlýjum
og björtum húsakynnum, við skort á bókum og þekking,
við skort á fegurð og listum. Allir, sem þekkja fátæktina,
geta heilhuga verið þessu sammála, og vita hvað það er
mikil raun fyrir þá, sem að æskunni standa, að ala ha'na
upp við þessi kjör. Auðurinn getur afvegaleitt menn og
spilt þeim og gerir það iðulega. En örbirgð og atvinnu-
levsi gerir það einnig. I3að framkallar hin frumstæð-
ustu öfl og eðlislivatir, sem aðeins úrval manna fær
staðið á móti. Og það eru svo fáir eins og litla stúlkan,
sem gerði sig ánægða með að horfa á barnaleikföngin
gegnum búðargluggann.
Það er örlagaþrungið öfugstreymi i samfélagsmálum
mannanna, að samtímis og skorturinn og vinnuleysið
þrengir kosli manna livað mest, þá skuli vera kastað
niiljónum smálesta af vörum og jarðarafrakstri í sjó-
inn eða á bálið. Og enginn getur samrýmt þetta rétt-
lætis og kærleiks kenningu Jesú Krists. Það skortir til-
finnanlega það þjóðfélagsskipulag, þar sem auðlegð
jarðarinnar er skift réttlátlega milli barna hennar. Ef