Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 41

Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 41
Kirk.juritiS. Endiirmiiming'ar. 35 niikið aS, þá fór þaS ekki fram hjá hinu næma eyra hans. — Sjálfur kyntist éfi því ekki fyr en löngu síðar, lanst fyrir síðast- liðin ahlamót, að séra Þorvaldur var óvenjulega söngnæmur og haf'ði yfir að ráða mikilli þekkingu i sönglegum fræðum. Skyldurækinn þótti séra Þorvaldur með embætti sitt i hví- vetna, og lél ekki fyrir brjósti brenna, þótt kalt blési. Atti hanij jafnan nóga og góða hesta. í húsvitjunarferðum sínum hafði hann engan hraða á sér, og þótti mörgum heimilum mikill fengur í komu hans og viðræðum, og sköpuðust oft út af því ýms viðfangsefni, bæði til skemtunar og fróðleiks, var prestur óbágur að segja um það, sem hann var spurður. Hversdagsléga var hann glaður í viðmóti, og i samkvænnim hrókur alls fagn- aðar; hann varð því vinsæll í sóknum sinum og héraði, þótt all- hvassorður gæti hann orðið i garð andstæðinga sinna. Á heimili sinu var hann frekar fáskiftinn, oftast við lestur þá er hann var heinut. Búskap lians kynlist ég lítið, en flestra manna mál var, að hann ætli þar um slóðir bezta hesta og kúakyn. Séra Þor- valdur var dýravinur og hafði mikið yndi af hestum. Hesta- kyn hans er hér allviða enn, og þykir hér í sýslu bera af hvað ■slærð og fegurð snertir. Umbætur þær, sem hann lél \i:nna á Mel, garðar, skurðir og sléttur voru sem fleira, er hann framkvæmdi, langt á undan samlíðinni og því misskildar. En hin öra framþróun 20. aldar- mnar hefir gripið þar inn í og sannað, að gamli presturinn á ðlel hafði skilið og skoðað rétt, það þyrfti að slétta, friða og græða. — Hve mikið séra Þorvaldur helir ritað, þekki ég ekki til fulls. Kámi lauk hann við háskólann í Kaupmannahöfn 1805, en mun hafa unnið við Árna Magnússonar safnið 1866, og árið 1807 'ann hann ásamt Arnljóti Ölafssyni, Guðbrandi Vigfússyni og Pi’ófessor Unger að útgál'u Flateyjarbókar, er gefin var út í hristjaníu 1808, og á árinu 1878 vann hann, sem áður er getið, að útgófu „Leifar fornra kristinna l'ræða íslenzkra", er kom út 1 Kaupmannahöfn sama ár. Frumsamdar bækur munu ekki hafa komið út eftir hann, en allmikið af blaðagreinum og dálítið af Pýðingum guðfræðilegs efnis. Séra Þórhallur biskup Bjarnar- son se8ir í „Lögréttu" um ritsmíðar hans: „Málið segir jafnan Id, þvi að þar var séra Þorvaldur allur með lífi og sál að vanda ■Orðfæri, enda ritaði hann og kunni manna bezt íslenzku". Uvorl séra Þorvaldur hefir átt eitthvað frumsamið í handrit- inn, er mér ekki ljóst, en mjög er það sennilegt. Ræðusafn átti hunn mikið og merkilegt, voru likræður hans og húskveðjur 3*

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.