Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 62
56
Innlendar fréttir.
KirkjuritiC.
Kirkjumál á Alþingi.
Frumvarp launamálanefndar um skipun prestakalla kom ekki
lil umrœðu, svo að lítil ástæða virðist til að draga lengur að
auglýsa til umsóknar laus prestaköll.
Þessi mál fengu afgreiðslu:
Raufarhöfn verður framvegis prestssetur i stað Svalbarðs i
histilfirði.
Fjárveiting til bókasafna prestakalla fellur niður á árinu 193(i.
Þessi bráðabirgðabreyting var gjörð á lögum um embættis-
kostnað presta:
„Á árinu 1936 skal aðeins greiða prestum 35 þús. kr. þess em-
bættiskostnaðar, sem ræðir um i 1. gr. laga nr. 36 8. sept. 1931.
Skal, að svo miklú leyti sem við verður komið, haga úthlutun
þessa fjár þannig, að prestar, sem ekki eru komnir i bæstu laun,
skuli einskis í missa af embættiskostnaðargreiðsluin fyrr en laun
og greiðsla vegna embættiskostnaðar samanlagt fara fram úr
Iiæstu prestlaunum“.
Lagaákvæði þetta kemur mjög undarlega fyrir, þar sem Alþingi
befir áður með lögum um embættiskostnað viðurkent rétt
presta eins og annara embættismanna til þess að fá þennan kostn-
að endurgreiddan. Hafi prestar haft rélt til þessa 1931, þá hafa
þeir hann ekki siöur nú, og er ranglátt aö svifta suma þeirra
honum. Á. G.
Leiðrétting:
í desemberhefti ritsins 1935 á bls. 407 í 8. linu að neðan hefir
jiýðing á orðunum „Eros och Personligheten“ misprentast. Það á
að vera „Munúð og manngildi“.
♦«=>♦<=> ♦0*0 404040404040040404040404040404010404
| Bókaverðlaun, |
n 15 til 47 króna virði, til þeirra, er t
y útvega kaupendur að ,Kirkjuritinu‘. U
y Þeir sem útvega 5 kaupendur, fá 5 árganga af „Presta- !i
3 félagsritinu“, eftir vali bókavarðar Prestafélagsins; þeir Q
í sem útvega 10 kaupendur, fá 3.—16. árg. af sama riti; en S
x þeir, sem 15 kaupendur útvega, fá auk þess 1. árg. ritsins, ?;
♦ meðan upplagið endist. Útsölumenn vitji verðlaunanna lijá ^
* bókaverði félagsins, séra Helga Hjálmarssyni, Hring- ö
0 braut 144, sími 4776, Reykjavík, en standi bonum fyrst 0
0 skil á áskriftargjaldi kaupendanna, að frádregnum 20% í j
0 sölulaun. — Verðlaun þessi ná ekki til skyldurita presta. jj
40404040»04004040404040*0*0*04040404