Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 16
10 Þorgeir Jónsson: Kirkjuritið. lil vill öðlumst vér það aldrei. Það er kanske eitt af hin- um eilifu viðfangsefnum í eilifri þroskasögu maiinanna. En vorir tímar benda til þess í mörgum greinum, að þrátt fyrir alla þekkinguna, alla tæknina, alt vitið og menninguna, liafi mennirnir naumast komið auga á þessa hugsjón, þessa guðlegu fyrirhugun, og þvi síður reynt með nokkrum þrótti og áhuga að gera liana að raunveruleika. Hugsið yður, livað er að gerasl í Suður- álfunni. Vér vitum það, og þó ekki eins og það er. Og sá, sem hefir komið þessum hörmungum af stað, er einn af höfðingjum Norðurálfunnar, það vitum vér. En hafið þér veitt því eftirtekt, að þessi þjóðhöfðingi liefir hvað eftir annað látið i ljósi virðingu sína og vinsemd til þjóðabandalagsins sem verði friðarins, réttlætisins og mannúðarinnar. En þegar til alvörunnar kemur, vill hann fá að vera í friði með sína eigin hagsmunapólitik, með sitt landvinningastríð. Og fyrir nokkru sagði einn merkur maður: „Vörpum ekki steini á Mussolini, hann er aðeins stækkuð mynd af oss sjálfum, því að ef hags- munir vorir og valdafíkn rekast á réttlætið, mannúðina og bróðurkærleikann, þá skjótum vér það niður og sigl- um svo leiðar vorrar á tundurspilli hinnar taumlausu sérgæzku". Ég veit ekki, hvort þetta er satt. Ég' vil skjóta því til dóms hvers og eins. Eg vil láta hvern og einn skera úr því fyrir Guði og samvizku sinni. En i kringum þann sannleika verður ekki komist, að stjórnmálin eru myrkviður meinum slunginn. Þau eru um of af sama anda og hinn frægi stjórnmálamaður, sem gerðist trú- rækinn og mildur innan veggja heimilisins, í návist kon- unnar sinnar, en lét þau boð út ganga i sambandi við stjórnmál þjóðar sinnar, að hina sterku andstæðinga þvrfti að slá niður án allrar miskunnar, en húðstrýkja þá liina máttar minni. Af þessu miskunnarleysi, misrétt- inu, fátæktinni og atvinnuleysinu er sprottinn og sprett- ur hinn mikli kviði og skelfingarfulli ótti manna yfir- Ieitt fyrir tímanlegri afkomu og vellíðan sinni og sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.