Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 16

Kirkjuritið - 01.01.1936, Page 16
10 Þorgeir Jónsson: Kirkjuritið. lil vill öðlumst vér það aldrei. Það er kanske eitt af hin- um eilifu viðfangsefnum í eilifri þroskasögu maiinanna. En vorir tímar benda til þess í mörgum greinum, að þrátt fyrir alla þekkinguna, alla tæknina, alt vitið og menninguna, liafi mennirnir naumast komið auga á þessa hugsjón, þessa guðlegu fyrirhugun, og þvi síður reynt með nokkrum þrótti og áhuga að gera liana að raunveruleika. Hugsið yður, livað er að gerasl í Suður- álfunni. Vér vitum það, og þó ekki eins og það er. Og sá, sem hefir komið þessum hörmungum af stað, er einn af höfðingjum Norðurálfunnar, það vitum vér. En hafið þér veitt því eftirtekt, að þessi þjóðhöfðingi liefir hvað eftir annað látið i ljósi virðingu sína og vinsemd til þjóðabandalagsins sem verði friðarins, réttlætisins og mannúðarinnar. En þegar til alvörunnar kemur, vill hann fá að vera í friði með sína eigin hagsmunapólitik, með sitt landvinningastríð. Og fyrir nokkru sagði einn merkur maður: „Vörpum ekki steini á Mussolini, hann er aðeins stækkuð mynd af oss sjálfum, því að ef hags- munir vorir og valdafíkn rekast á réttlætið, mannúðina og bróðurkærleikann, þá skjótum vér það niður og sigl- um svo leiðar vorrar á tundurspilli hinnar taumlausu sérgæzku". Ég veit ekki, hvort þetta er satt. Ég' vil skjóta því til dóms hvers og eins. Eg vil láta hvern og einn skera úr því fyrir Guði og samvizku sinni. En i kringum þann sannleika verður ekki komist, að stjórnmálin eru myrkviður meinum slunginn. Þau eru um of af sama anda og hinn frægi stjórnmálamaður, sem gerðist trú- rækinn og mildur innan veggja heimilisins, í návist kon- unnar sinnar, en lét þau boð út ganga i sambandi við stjórnmál þjóðar sinnar, að hina sterku andstæðinga þvrfti að slá niður án allrar miskunnar, en húðstrýkja þá liina máttar minni. Af þessu miskunnarleysi, misrétt- inu, fátæktinni og atvinnuleysinu er sprottinn og sprett- ur hinn mikli kviði og skelfingarfulli ótti manna yfir- Ieitt fyrir tímanlegri afkomu og vellíðan sinni og sinna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.