Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 9
KirkjuritiS. Mefi Kristi inn í nýja árið. 3 Er ekki þjóðin orðin fullsödd á flokkadráttum og ill- deilum? Eru ekki margir löngu orðnir dauðleiðir á að heyra sýknt og heilagt sama lagið knúð á þá strengi, sem einna lægstir eru og lítilmótlegastir í mannssálunum ? Finnur ekki þjóðin bærast hjá sér þrá eftir heilögu sterkviðri, sem hreinsar andrúmsloftið, slítur bönd rangsleitninnar og' lýginnar, feykir því burt, sem fúið er og maðksmogið, og gefur þrek og þor til að hugsa frjálst og djarft og satt, bvort sem einhverjum öðrum líkar betur eða ver. Þráir húu ekki nýtt ár í andlegri merkingu, heiðríkan dag, svo að hún megi sjá vel til að leysa samtaka og samhuga vandamálin, sem bíða henn- ar. Þráir hún ekki lieitan andblæ kærleikans, sem mýk- ir og græðir sárin, gefur lif í dauða og ljós i mvrkri? Þráir hún ekki sól að sundra framtíðarmistrinu? Með Kristi þá inn í nýja árið. Skipum oss samhuga undir konungsmerki Iians og keppum þannig fram. Þótt vér séum að ýmsu ólík í trúarskoðunum, þá á það ekki að þurfa að koma að sök. Trúarskoðanir manna verða ekki steyptar i sama mót, enda er þeim ekki ætlað að verða storknaðar og steinrunnar, heldur lifandi. Herra lífsins hefir látið fjölbreytni þess verða óendanlega mikla. Engin tvö blóm, engin tvö lauf jafn- vel eru alveg eins hvað þá tvær mannssálir. Trú hvers mianns hlýtur að vera með sínum sérstaka blæ, svo framarlega sem hún er persónuleg trú hans. 1 þeim skilningi megum vér ekki vænta einnar hjarðar, að trú allra og trúarlíf verði með nákvæmlega sama svip og einkennum. Akurinn getur staðið allur hvítur til upp- skeru, þótt engin strá né öx séu eins. Hann hefir notið birtu og yls sólarinnar, og það er honum nóg til þrosk- ans. Kristur vildi jafnvel ekki, að mennirnir væru sjálf- ir að tína illgresið úr akrinum, þvi að þá myndu þeir rífa upp hveiti með. Það á að vera öllum lærisveinum hans leiðarljós, sem hann sagði: „Þann, sem til mín 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.