Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Síða 9

Kirkjuritið - 01.01.1936, Síða 9
KirkjuritiS. Mefi Kristi inn í nýja árið. 3 Er ekki þjóðin orðin fullsödd á flokkadráttum og ill- deilum? Eru ekki margir löngu orðnir dauðleiðir á að heyra sýknt og heilagt sama lagið knúð á þá strengi, sem einna lægstir eru og lítilmótlegastir í mannssálunum ? Finnur ekki þjóðin bærast hjá sér þrá eftir heilögu sterkviðri, sem hreinsar andrúmsloftið, slítur bönd rangsleitninnar og' lýginnar, feykir því burt, sem fúið er og maðksmogið, og gefur þrek og þor til að hugsa frjálst og djarft og satt, bvort sem einhverjum öðrum líkar betur eða ver. Þráir húu ekki nýtt ár í andlegri merkingu, heiðríkan dag, svo að hún megi sjá vel til að leysa samtaka og samhuga vandamálin, sem bíða henn- ar. Þráir hún ekki lieitan andblæ kærleikans, sem mýk- ir og græðir sárin, gefur lif í dauða og ljós i mvrkri? Þráir hún ekki sól að sundra framtíðarmistrinu? Með Kristi þá inn í nýja árið. Skipum oss samhuga undir konungsmerki Iians og keppum þannig fram. Þótt vér séum að ýmsu ólík í trúarskoðunum, þá á það ekki að þurfa að koma að sök. Trúarskoðanir manna verða ekki steyptar i sama mót, enda er þeim ekki ætlað að verða storknaðar og steinrunnar, heldur lifandi. Herra lífsins hefir látið fjölbreytni þess verða óendanlega mikla. Engin tvö blóm, engin tvö lauf jafn- vel eru alveg eins hvað þá tvær mannssálir. Trú hvers mianns hlýtur að vera með sínum sérstaka blæ, svo framarlega sem hún er persónuleg trú hans. 1 þeim skilningi megum vér ekki vænta einnar hjarðar, að trú allra og trúarlíf verði með nákvæmlega sama svip og einkennum. Akurinn getur staðið allur hvítur til upp- skeru, þótt engin strá né öx séu eins. Hann hefir notið birtu og yls sólarinnar, og það er honum nóg til þrosk- ans. Kristur vildi jafnvel ekki, að mennirnir væru sjálf- ir að tína illgresið úr akrinum, þvi að þá myndu þeir rífa upp hveiti með. Það á að vera öllum lærisveinum hans leiðarljós, sem hann sagði: „Þann, sem til mín 1*

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.