Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 42
Þorsteinn Konráðsson: Kirkjuritið. 38 hinar merkustu heimildir fyrir þvi, hve hann lýsti fólki rétt án oflofs og rakti ættir sem nákvæmast, var þaS einstakur þáttur i ritmensku hans, sem hann veik aldrei frá. Séra Þorvaldur var talinn af sinum samtíSarmönnuin ágæt- ur tungumálamaður og lagði mikla stund á rómönsk mál, eink- um ítölsku, Ýms Austurlanda mál skildi hann og þar á meðal sanskrít, en hann lærði af vini sinum Vilhelm Thomsen, heims- frægum manni i samanburði tungna og þekkingu á Austurlanda málum. Thomsen lærði íslenzku af séra Þorvaldi. -— Oft heyrist þess getið, að útlendir ferðamenn, sem hittu séra Þorvald, hefðu haft orð á því, hve létt honum veitti að tala hinar ýmsu tungur, og bæri þær rétt frarn, ])ótti þeim það því merkilegra, er þetta var einungis íslenzkur sveitaprestur, klæddur látlausum sveita- búningi, en þó svo hámentaður, að hann fylgdist alstaðar með. Á þeim árum, er séra Þorvaldur kom i Húnaþing, var hér sem víða annarsstaðar i landinu mjög takmörkuð þekking al- þýðu í bóklegum fræðum, bókakostur og bókaútgáfa lítil, hæk- ur dýrar, en hagur alþýðu þröngur. Þjóðavakningin var að sönnu byrjuð fyrir nokkru, en gætti minna i strjálbýlinu úti um land en í Reykjavík og stærri kaupstöðum. Þessar aðstæð- ur skildi séra Þorvaldur flestum betur, kom það fram á margan hátl, t. d. í því hve hann var óeigingjarn og óeftirgangssam- ur með tekjur sínar, og gaf mörgum það, sem þeir áttu að gjalda honum, auk þess var hann manna hjálpfúsastur, ef lil hans var leitað, og jafnvel þurfti ekki til. í því sambandi minnist ég á eftirfarandi atriði: Eitt ísavorið á milli 1882—7 — ég man ekki livert - hafði það frézt að Mel, að foreldrar mínir, sem þá bjuggu á Mýrum við Hrútafjörð, væru að komast i lieyþrot, og hafði prestur strax sagt og hann heyrði það, að sennilega myndi faðir minn engan biðja hjálpar. Þetta var á messudegi, hríðarútlit og hafísbreiðan eins langt og til sá, hvergi sást i dökkvan díl, hvorki á láði eða legi. Seinni part næstu nætur vöknuðu foreldrar mínir við það, að guðað var á gluggann yfir rúmi þeirra. Þektu þau strax málróm prests. Fór faðir minn fljótt ofan, og kom að vörmirspori inn með prest og fylgdarmann hans, alhvíta af fönn, því að úti var versta hrið. Prestur var að vanda hinn glaðasti, og eftir að móði'r nlín hafði hitað þeim kaffi, fór hann að segja föður mínum frá erindinu, kvaðst hann hafa frétt um heykreppu hans og fyrir því farið strax, alt væri gott í efni. Hann var búinn að koma fyrir því af kúnum, sem faðir minn vildd láta frá sér, eina tók hann sjálfur og Jón Skúlason á Söndum hjálpaði um það hey,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.