Kirkjuritið - 01.01.1936, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Leiðrétti'ng.
21
Drottinn, láttu daga,
dreifðu þessu myrkri,
heftu hverskyns baga
hendi máttar styrkri.
Heims um víðu veldin
vinni friðarmálin,
kveiki kærleikseldinn,
kæfi heiftarbálin.
Herdís Andrésdólttir.
Leiðrétting.
í nýútkomnum „Mentamálum“ ber ritstjórinn, hr. Gunnar M.
Magnússon mér það á brýn, að ég fari með rangt mál, er ég
skýri frá því, að tillögur nefndar kennara og presta um kristin-
dómsfræðslu hafi verið sameiginlegar tillögur allra (þ. e. 4)
nefndarmanna. Kveðst hann vel geta sannað þessa staðhæfingu
sina, hvenær sem sé. Ritstjórinn varar sig auðsjáanlega ekki á
því, að ég hefi í höndum óræka sönnun fyrir mínu máli, þar
sem er nefndarálitið sjálft. En i þvi segir svo meðal annars:
j.Nefnd sú, er fulltrúafundur presta og kennara kaus 1. júli f.
a. til þess að gjöra tillögur um kristindómsfræðslu barna, héll
nokkura fundi síðastliðinn vetur á heimili formanns, Ásmundar
Guðmundssonar, Laufásvegi 75. Ritari nefndarinnar var Ólafur
*’• Kristjánsson. Hefir nefndin orðið sannnála um það, að leggja
fyrir sameiginlegan fund presta og kennara (i. júlí svohljóðandi
álit: ......
1. AA fyrir yngstu börn á námsaldri verði gefnar út frásögur
Ur Nýja-testamentinu um líf og starf Jesú, á léttu máli við þeirra
liaefi, Myndir fylgi og vers. Einnig gæti komið til mála að hafa
1 bókinni fáeina sögukafta úr Gamla-testamentinu, t. d. úr sög-
unni um Jósep.
Átf samdar verði biblíusögur, er við taki af þessari bók, og
seu þær ætlaðar nokkuð eldri og þroskaðri börnum. Biblíusög-
urnar séu úr báðum testamentunum, og kaflarnir úr Gamla-
testamentinu þannig valdir og þeim þannig skipað, að trúarsaga
Israelsþjóðarinnar komi sem ljósast fram. Myndir séu i bókinni.
............ Aðalsteinn Sigmundsson, Ásmundur Guðmundsson,
Hálfdan Helgason, Ólafur Þ. Kristjánsson“.
Ásmundur Giiðmundssoii.